Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann

frettinErlent, SamfélagsmiðlarLeave a Comment

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest lög um bann á kínverska samskiptamiðlinum TikTok.

Trump bað hæstarétt Bandaríkjanna að fresta banninu svo stjórn hans geti fengið „tækifæri til að leita pólitískrar lausnar á spurningunum sem brenna á mönnum er varðar málið.“

TikTok lagði áður fram beiðni til Hæstaréttar og færði rök fyrir því að ef samfélagsmiðlaforritið yrði bannað væri um að ræða ritskoðun og vegið að tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum.

„Lögin munu loka einum vinsælasta samskiptaforriti Bandaríkjanna daginn fyrir embættistöku forsetans,“ segir í yfirlýsingu frá stjórnendum TikTok„Þetta mun aftur á móti þagga niður tjáningarfrelsið á meðal notenda sem nota vettvanginn til að hafa samskipti um stjórnmál, viðskipti, listir og önnur málefni er varða almenning.

Hæstiréttur hefur staðfest lögin sem krefjast þess að ByteDance, sem staðsett er í Kína, losi sig við eignarhald sitt á TikTok fyrir sunnudag eða standi frammi fyrir virku banni samskiptamiðlinum í Bandaríkjunum.

ByteDance hefur hingað til neitað að selja TikTok, sem þýðir að margir bandarískir notendur gætu misst aðgang að appinu um helgina. Forritið gæti samt virkað fyrir þá sem þegar eru með TikTok í símunum sínum, þó ByteDance hafi einnig hótað að loka appinu.

Samkvæmt skilmálum laganna munu þriðju aðila netþjónustuveitur eins og Apple og Google verða sektuð ef þau fjarlægja ekki TikTok af vettvangi sínum.

Skildu eftir skilaboð