Síðasta viðtal Joe Biden: áhorfið lítið sem ekkert þrátt fyrir miklar auglýsingar

frettinErlent, Stjórnmál, ViðtalLeave a Comment

Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti, sat í síðasta viðtali sínu við Lawrence O'Donnell hjá MSNBC um helgina. Bandaríkjamenn höfðu lítin áhuga á viðtalinu og fáir sem stilltu á til að horfa.

Útsendingin féll í skuggan á endursýnindum þáttum eins og Seinfeld og Family Guy.

Þetta þykir benda til þess að mikill meirihluti landsins er búinn að fá nóg af Joe Biden.

Þrátt fyrir umfangsmiklar auglýsingar og að tryggja síðasta sjónvarpsviðtal forseta Biden á kjörtímabili sínu, tapaði sjónvarstöðin MSNBC áhorfendum til gamanþátta sem voru endursýndir á öðrum stöðvum.

Viðtal O'Donnell við Biden sem tók klukkutíma fékk einungis  1,2 milljónir áhorfenda og aðeins 97.000 í hinum mikilvæga 25-54 ára aldurshópi.

Endursýningar á „Seinfeld“, „Family Guy“, „Friends“, „The Office“, auk þáttar af „South Park“ voru þeir þættir sem toppuðu viðtalið við Biden.

Þegar viðtal O'Donnell við Biden fór í loftið, var Fox News Channel með 68% hlutdeild heildaráhorfenda kapalfrétta og 71% meðal áhorfenda á aldrinum 25-54 ára, en MSNBC var með 23% áhorf og einungis 15% í aldurshópnum mikilvæga.

Netverjar tjáðu sig um viðtalið sem má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð