Trump Bandaríkjaforseti bannar kynferðislegar limlestingar á börnum

ritstjornErlent, Íris Erlingsdóttir, Kynjamál, Transmál4 Comments

Íris Erlingsdóttir skrifar:

Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gær framkvæmdavaldsskipun sem bannar notkun lyfja og skurðaðgerða til að framkvæma kynferðislegar limlestingar á börnum og ungmennum. Þessar aðgerðir eru þekktar meðal framsækinna hugmyndafræðinga sem "kynstaðfestandi heilbrigðisþjónusta."  

Lögin munu skera niður fjárframlög til sjúkrastofnana sem bjóða ólögráða börnum upp á kynþroskahemla, hormónameðferðir og skurðaðgerðir.

„Um allt land eru læknar að limlesta og gera ófrjó fjölda áhrifagjarnra barna og halda fram þeim róttæku og fölsku fullyrðingum að fullorðnir geti breytt kyni barns með röð varanlegra læknisaðgerða. Þessi hættulega þróun verður smánarblettur á sögu þjóðar okkar og henni verður að ljúka," sagði Trump. 

„Fjölmörg börn sjá fljótt eftir því að hafa verið limlest og byrja að átta sig á þeim skelfilega harmleik að þau munu aldrei geta eignast eigin börn eða alið börn sín á brjósti. Þar að auki horfa þessi viðkvæmu ungmenni fram á síhækkandi lækniskostnað vegna ævilangra hliðarverkana og alvarlegra afleiðinga skurðaðgerða ...  tapað stríð við eigin líkama og, hörmulega, ófrjósemi," bætti hann við. 

„Samkvæmt því er það stefna Bandaríkjanna að þau munu ekki fjármagna, styrkja, stuðla að, aðstoða eða styðja svokölluð „kynskipti" barns frá einu kyni til annars, og þau munu stranglega framfylgja öllum lögum sem banna eða takmarka þessar stórskaðlegu og lífsbreytandi aðgerðir."

Samtökin 22 fagna nýrri tilskipun

Samtökin 22Hagsmunasamtök samkynhneigðra hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau fagna nýrri tilskipun Donald J. Trump, Bandaríkjaforseta, um „Vernd barna gegn afskræmingum með lyfjum og skurðaðgerðum“:

4 Comments on “Trump Bandaríkjaforseti bannar kynferðislegar limlestingar á börnum”

  1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ætlar að segja ofan í við Trump vegna málsins. Hún segir þetta á fb síðu sinni. Henni hugsnast ekki þessar breytingar og kallar það bakslag mannréttindarbaráttu.

  2. Kemur Þorgerði Katrínunokkuð við hvað Trump er að gera, mér er nær að halda að svo sé,,,þess utan er Trump ap gera alveg rétta hluti.

  3. Þegar Álpappagerður reynir að hrófla við Trump kemur fortíð hennar betur í ljós sem aldrei fyrr og það er ljóst að það mun ekki reynast henni vel. Fyrrum fylgi Viðreisnar mun steypast niður á við og verður stjórnlaust. Hvert falda hneykslið á fætur öðru kemur fram þegar greinar um hneykslin verða einfaldlega þýddar yfir á ensku. Álpappagerður getur galað og galað út í loftið eins og henni sýnist þangað til að álpappinn verður búinn hjá henni. Væntanlega æðir hún þá beint í næstu sjoppu í leit að nýjum álpappa.

Skildu eftir skilaboð