12 hyldýpi ættarrefsingar – Eindregið ákall til hjálpar!

frettinErlent, Innlent, Kla.TvLeave a Comment

Kla.tv skrifar:

Öll þekkt form ættarrefsingar sem hingað til hafa þekkst voru smotterí frammi fyrir því sem þjóðirnar þurfa að þola hvað fjárhagslegar ættarrefsingar áhrærir. Og það sem mestan áhuga vekur, án þess að spá nokkuð í því sem er í gangi. Í kjölfar uppljóstrunar um 12 hyldýpi ættarrefsingar dregur Ivo Sasek, stofnandi Kla.TV upp hugmynd að byltingarkenndu nýju heilbrigðiskerfi. Þetta er ein möguleg leið út úr ómannúðlegu sjúkrakerfi ættarrefsinganna. Svo hægt sé að koma böndum á þessi 12 hyldýpi þurfum við nú á öllu nauðsynlegu fagfólki að halda.

Eindregið hjálparákall til allra!

Ættarrefsing

Þegar við tölum um ættarrefsingu í dag þá fer fyrst hrollur um okkur. Ofsafengin viðbrögð gefa okkur strax merki um að það geti ekki lengur verið til eitthvað sem heitir ættarrefsing. Sem upplýst samfélag erum við komin yfir hörmungar miðalda! Örlítið nútímalegri viðbrögð minna okkur síðan á hörmulegar senur ættarefsingar þjóðernissósíalisma á þriðja og fjórða áratugnum. Eða ættarrefsingar sem ísraelska ríkisstjórnin iðkaði með sameiginlegum refsingum sínum á níunda áratugnum. Eða þá aftur á andlegu hreinsunaraðgerðirnar í Norður-Kóreu á fimmta áratugnum undir stjórn Kim Il-Sung.

Svo hvers vegna ættum við að íþyngja huga okkar með því að velta okkur upp úr sameiginlegri refsingu? Kannski er það rétt að með öllum öryggisráðstöfunum gegn nýfasisma gæti „Philipp Scheidemann málið“ ekki endurtekið sig. Það er óhugsandi að Gestapo gæti nokkurn tíma aftur komið inn eins og 13. júlí 1933 og beitt valdi til að draga eða þvinga ættingja einhvers ákærðs til sameiginlegrar refsingar. Og þó spyr ég: Ertu virkilega viss um að „tískustýrða samfélagið“ okkar hafi ekkert lengur með ættarrefsingar að gera?

Við skulum nú skerpa á meðvitund þinni um þá staðreynd að allar fyrri ættarrefsingar í mannkynssögunni voru hreint smotterí í samanburði við það sem við þurfum að þola í dag hvað varðar ættarrefsingar á öllum sviðum lífs okkar. Og merkilegt nokk gerist þetta án þess að meirihluti fólks fatti einu sinni hvað sé í gangi.

Fyrst og fremst verð ég að víkka út venjulegt sjónarhorn þitt og sjónsvið ögn meira svo þú tengir ekki bara hugtakið ættarrefsing við atburðarás eins og nóvember 1939. Hún er ekki bara þegar Gestapo handtekur alla fjölskyldu hins játaða morðingja eins og Elsers eftir misheppnaða árás á Adolf Hitler. Eða eins og vorið 1945, þar sem tólf fjölskyldumeðlimir Stauffenbergs og hópur um 100 fanga var safnað saman í Buchenwald fangabúðunum. Í dag leysum við okkur líka undan öllum tengslum við júlí 2002, þegar Hæstiréttur Ísraels gaf grænt ljós á mannrán fjölskyldumeðlima grunaðra hryðjuverkamanna sem þannig voru fluttir frá Vesturbakkanum til Gaza-svæðisins sem mannlegir skildir.

Nei, póstmódernískar útgáfur af ættarrefsingum sem við erum að tala um þróast með misnotuðu upplýsingakerfunum okkar um fjárhagslega ábyrgð okkar á öllu þessu afvegaleidda og glæpsamlega heilbrigðis- og efnahagskerfi okkar. Þær fela í sér fjárhagslega ábyrgð okkar fyrir hvert vísindabrjálæði og öll falin náttúru- og umhverfishryðjuverk. Og auðvitað fela þær líka í sér all þetta óþarfa skrifræði, allt menningarlegt, hugmyndafræðilegt og almennt menntabrjálæði. Já, við erum líka ábyrg fyrir trilljónum í skylduskatta fyrir ótal pólitískt dulbúna starfsemi leynifélaga og leyniþjónustustofnana. Með því erum við líka af stakri trúmennsku að fóðra allt dómskerfið sem þeir hafa laumað sér inn í, þrátt fyrir langvarandi augljóst gjaldþrot réttlætisins.

Ákallið í heild sinni má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð