Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Jafnréttisráðherra Dana Magnus Heunickes, jafnaðarmaður, var svo ,,óheppinn“ að brotist var inn á reikninginn hans hjá SoMe. Í gær skrifaði hann, að hann myndi gefa 500 danskar krónur í söfnun sem sett var af stað til höfuðs Lotte Ingerslev. Hér er um spil að ræða sem heitir ,,trans geimverur“, og maður gefur pening í hvert skipti sem Lotte skrifar ,,eitthvað samhengislaust kjaftæði“ eins og það er orðað í reglum spilsins.
Forsaga málsins
Lotte Ingerslev hefur verið óþrjótandi að benda á það sem rangt hefur farið í tengslum við trans-hugmyndafræðina. Yfirvöld hafa fengið sinn skammt, alveg sama hvaða nafni þau nefnast. Hún hefur gagnrýnt skólana fyrir að innleiða hugmyndafræði sem á sér ekki stoð í vísindum. Sama með lyfja- og skurðaðgerðir barna sem telja sig vera hitt kynið. Lotte vakti athygli á reglu sem Danska knattspyrnusambandið ætlaði að koma í gegn, leyfa karlmönnum sem skilgreina sig sem konur, að spila í kvennaflokki. Eftir því sem hún upplýsti fleiri því meiri varð andstaðan og fleiri komu fram á ritvöllinn. Allt þetta og meira til fer óheyrilega í taugarnar á þeim sem vilja gera lygi að sannleik, líka jafnréttisráðherra Dana eins og sjá má á skjáskotinu. Ofbeldi af hálfu trans-aðgerðasinna er ekkert nýtt.
Spyr jafnréttisráðherrann spurninga
Af þeirri ástæðu spyr Lotte Ingerslev ráðherra jafnréttismála, Magnus Heunickes, tveggja spurninga og vonast eftir svari.
- Hvers vegna styður þú opinberlega, sem jafnréttisráðherra okkar allra- líka kvenna- söfnunar- ,,spil“ þar sem maður gefur peninga til FSTB (þetta er stuðningsfélag fyrir trans-börn) þar sem markmiðið er að varvirða konu, sem gagnrýnir trans-aðgerðasinna, eins og mig?
- Og ef þú vissir hvers konar ,,spili“ þú tókst þátt í með greiðslu þinni (sem ég vona að þú vissir ekki) getur þú þá ekki bent á hvar ég hef sagt ,,eitthvað samhengislaust kjaftæði“ sem er krafan fyrir söfnuninni?
Nú er að sjá hvort ráðherra svari fyrirspurnum hennar. Kannski kemur sú skýring að einhver hafi misnotað reikninginn hans. Kemur í ljós.
Sé þetta satt er það gróft brot á ráðherradómi. Margir hafa sagt af sér fyrir minna. En vandlæting í garð kvenna skín í gegn á síðunnu og hjá jafnréttisráðherranum. Vonandi rísa konur upp í Danmörku, gegn jafnaðarmanninum Magnus Heuickes.
Lygin vill loða við jafnaðarmenn þegar kemur að konu og karli. Hér er einn íslenskur sem vill viðhalda lygi sem sannleik.
Hér má sjá færsluna þar sem viðkomandi setur af stað spilið sem á að safna peningum.
Hér má sjá orðsendingu jafnréttisráðherrans, hann segir að félagið hafi móttekið 900 þúsund danskar krónur til verkefnisins sem kemur úr ríkiskassanum. Síðan finnst honum fínt að einkasöfnun sé hafin og leggur sjálfur til 500 kr.