„Allar konur eru konur“

frettinAðsend grein, Innlent, Kynjamál3 Comments

„Allar konur eru konur, punktur.“

Þetta ritar framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og með þeim orðum tekur hún skilmerkilega fram að karlmenn sem skilgreina sig sem konur eiga nú rétt á að vera í öllum rýmum, athöfnum og íþróttum sem konur eru í. Með þessum orðum færir framkvæmdastýran réttindabaráttu kvenna afturábak um tugi ára. Henni virðist þykja það sjálfsagt að karlar geti tekið verðlaunasæti af konum, svo lengi sem þeir skilgreini sig sem slíka.

Konur í íþróttum eiga nú undir þung högg að sækja af því að hávær minnihluti vill að karlar megi taka sér sæti í íþróttum kvenna svo lengi sem þeir skilgreini sig sem konur. Ágætt dæmi er William Thomas, sundkappi, sem gekk illa að fóta sig sem karlmaður í sundíþróttini í Bandaríkjunum. Hann gerðist kona og tók upp nafnið Lia Thomas og eftir að hafa fengið testosterón bælandi meðferðir þótt hann, samkvæmt reglum NCAA, gjaldgengur til að keppa við aðrar konur. Þess má einnig geta að Lia Thomas hefur öll einkenni karlmanns, stærri lungu, beinabyggingu, vöðvamassa, kynfæri karlmanns og er 185 cm hár. Hann gnæfði ekki bara líkamlega yfir þær sundkonur sem hann keppti við, heldur gjörsigraði þær á sundmótum og svipti þær þannig bæði verðlaunasæti og verðlaunafé. Þær sundkonur sem dirfðust að kvarta yfir honum og yfir því að þurfa að deila búningsklefa með karlmanni voru áreittar, uppnefndar transfóbískar og sendar í fræðslu um réttindi transfólks. Þetta voru kvenréttindin sem konunum voru veitt, þær skyldu ekki bara þurfa að sætta sig við að keppa við karlmann, heldur að berhátta sig fyrir framan hann og horfa upp á hann gera slíkt hið sama.

Annað dæmi kemur frá Kanada, þar sem menn og konur geta skipt um kyn án fyrirhafnar, líkt og hefur verið lögfest á Íslandi með lögum um kynrænt sjálfræði. Í kraftlyftingum kvenna var það maður að nafni Anne Andres sem kom sá og sigraði, gjörsigraði, hann sló met í kraftlyftingum kvenna í Kanada og setti einnig heimsmet kvenna í kraftlyftingum. Ástandið var þannig að konur sem höfðu lagt sig fram um árabil til að ná árangri í sinni íþrótt, þær hættu við að keppa þegar þær sáu að Andres var á meðal þáttakenda. Andres var heldur ekki hógvær og hæddist að þeim sem konum hann gjörsigraði. Svo mikil voru réttindi kvenna á þeim bæ að öllum þótti sjálfsagt að horfa upp á karlmann sópa að sér verðlaunum og niðurlægja svo andstæðinga sína, bæði á borði og í orði.

Þess má geta að í Kanada þarf ekki að ganga í gegnum hormónabælandi meðferðir til að öðlast þáttökurétt í íþróttum kvenna, bara að breyta um kyn á blaði og málið er útrætt. Avi Silverberg, sem var yfir tíu ára tímabil aðalþjálfari kanadíska karla landsliðsins í kraftlyftingum, ákvað að sýna fram á fáránleika laga um kynrænt sjálfræði. Hann skipti um kyn og mætti til leiks, fullskeggjaður og vel stæltur karlmaður, nema nú var hann skilgreindur sem kona og mátti því keppa sem slík. Ef einhvern skildi undra þá sló hann fyrri met kvenna, líka þau sem Anne Andres hafði slegið og það við lítinn fögnuð Andres sem sá ástæðu til að kvarta undan þessu  af því honum fannst þetta ósanngjarnt.

Færum okkur þá til Íslands og tökum dæmi um hvað gæti orðið um stöðu kvenna í íþróttum ef ekkert verður að gert. Hafþór Júlíusson, oft kallaður fjallið, hann mætti lagalega fá kyni sínu breytt og yrði þá væntanlega gjaldgengur til leiks í kraftlyftingum kvenna (jafnvel í boxi ef honum sýndist) og hefði einnig fullan rétt á aðgengi að búningsaðstöðu kvenna. Væntanlega væru allir sem myndu mótmæla þessu aðeins vera illa upplýstir og transfóbískir, jú og jafnvel hægri öfgamenn.

Þá spyr maður sig og spyr ég einnig Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands. Ef slíkt gerðist, myndi hún þá vera fyrst kvenna til að rísa upp og segja að allar konur eru konur, punktur. Líka Fjallkonan Hafþóra?

 Höfundur er áhyggjufullur faðir tveggja stúlkna sem stunda íþróttir.

3 Comments on “„Allar konur eru konur“”

  1. Það væri nú gaman að sjá hvort framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins geti svarað fyrir þetta. Einnig væri gaman að fá skýringu á því af hverju þessi samtök berjast nú gegn réttindum kvenna í stað þess að berjast með konum fyrir konur? Allir eiga vissulega jafnan tilverurétt, líka trans-fólk, en ekki á kostnað kvenna.

  2. Birgir, ég er nokkuð sammála því sem þú ert að segja, enn ég veit ekki með tilverurétt þessa transfólks, það að fólk geti breytt sér á ekki að eiga sér stað og hvað þá að búa til nýtt kyn?
    Hvað verður það næst, ætli dýrariðlarnir séu næstir í röðinni að fá viðurkenningu á sínum rétti, maður bara spyr?

  3. Fulltrúar Kvenréttindafélagsins í nefndum og ráðum:

    Mannréttindaskrifstofa Íslands
    Auður Önnu Magnúsdóttir

    Almannaheill
    Auður Önnu Magnúsdóttir
    ————————————————

    Þetta er nú meiri brandarakerlingin. Og aldeilis til í að stjórna. Hverju sem er.
    Hins vegar hlýtur það að vera tímaspursmál hvenær trans-kvennaíþróttir (og trans-karlaíþróttir) líta dagsins ljós. Allt annað er galið.

Skildu eftir skilaboð