Fimm flokkar hefja formlegar viðræður um samstarf á félagslegum grunni

frettinFréttatilkynning, Innlent, StjórnmálLeave a Comment

Fimm flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni. Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn, segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Oddvitar Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokks Íslands, Pírata, Flokks fólksins og Vinstri grænna ákváðu í dag að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í borgarstjórn. Þær segja að meirihlutinn, ef af honum verður, taki mið af félagslegum áherslum.

„Hver meirihluti sem myndast er á nýjum grunni og út frá þeim flokkum sem koma að honum hverju sinni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar. „Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur, við leggjum alltaf áherslu á sömu mál og það mun ekki breytast en það eru nýjar áherslur og við erum að gera algjörlega nýtt samkomulag og byrja upp á nýtt

Hún segir meira en hugsanlegt að flokkarnir nái saman og segir mjög líklegt að samkomulag náist og segjast treysta hvor annarri, „það ríkir mikið traust á milli okkar og við viljum vinna fyrir fólkið í borginni,“ segir Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins.

„Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast.“

Vonast til að borgarstjórinn verði kona

Helga segir oddvitana ekki enn hafa rætt hver verði næsti borgarstjóri. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist hinsvegar vonast til að kona verði fyrir valinu.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að nú sé allt önnur staða uppi en eftir síðustu kosningar þegar flokkur hennar ákvað að taka ekki þátt í meirihlutasamstarfi.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, segir margt sem sameinar flokkana fimm sem fari í formlegar viðræður á félagslegum grunni.

Skildu eftir skilaboð