Robert Kennedy verður heilbrigðisráðherra

frettinErlent, Stjórnmál2 Comments

Robert F. Kennedy hefur verið skipaður sem heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Kosið var um skipun hans í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir skömmu. Kennedy yngri hlaut kjör með 52 atkvæðum gegn 48. Þar með staðfesti öldungadeildin tilnefningu hans af hálfu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.

Repúblikanar eru með meirihluta þingmanna í öldungadeildinni og aðeins einn þingmaður úr hópi Repúblikanaflokksins, Mitch McConnell fyrrum leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, greiddi atkvæði á gegn tilnefningunni.

Heilbrigðissamtökin Childrens Health Defence til verndar heilsufrelsi barna, sem Kennedy stofnaði á meðan Covid faraldrinum stóð, greindu frá tíðindunum fyrir stundu:

2 Comments on “Robert Kennedy verður heilbrigðisráðherra”

  1. Þetta verða athyglisverð 4. ár miðað við hvað hefur gerst í heimsmálunum síðan Trump tók við. Maður þarf að birgja sig upp af poppi og kók í ár.

Skildu eftir skilaboð