Jón Magnússon skrifar:
Hægri flokkurinn Alternative für Deutschland (AFD) fékk 20.8% atkvæða í þýsku kosningunum í gær eða nákvæmlega sama fylgi hlutfallslega og Samfylkingin.
AFD tvöfaldaði fylgi sitt og er ótvíræður sigurvegari kosninganna, þó að Kristilegir (CDU/CSU) eru að fá næstverstu úrslit flokksins þó þeir bæti við sig atvkæðum á meðan AFD tvöfaldar fylgi sitt.
AFD berst fyrir því að tekin verði upp ákveðnari stefna í málum hælisleitenda. Þess vegna er því haldið fram að þeir séu öfga hægri flokkur og megi ekki komast í ríkisstjórn.
Helsta innlegg Sósíalistaflokks fráfarandi kanslara í kosningabaráttunni var að gangast fyrir útifundum ásamt hinum "lýðræðislegu" kommúnistum í vinstri flokknum til að mótmæla því að fólk kysi AFD eða AFD kæmist í ríkisstjórn.
Var einhver að tala um fasisma?
En svo fór að Sósíalistar guldu afhroð og töpuðu meira en þriðjungi fylgis síns. Sósíalistum finnst samt að þeir eigi að vera í ríkisstjórn þó fólk hafni þeim af því að þeirra mati hvar svo sem er í heiminum eru þeir áskrifendur að stórasannleikanum í þjóðfélgsmálum.
Það er ógæfa miðhægri flokka eins og CDU/CSU í þýskalandi að fallast á það að úthýsa beri skoðunum AFD, en allir aðrir þar á meðal kommúnistar séu eðlilegri valkostur. Þessi sjónarmið í ýmsum Evrópulöndum hefur leitt til þess að sósíalistar hafa haldið um stjórnartaumana í löndum eins og Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð lengi vel.
Kanslaraefni kristilegra á þann valkost að mynda hægri stjórn með AFD eða hefja nýja eyðimerkurgöngu með sósíalistum eins og Angela Merkel. Svo gæti þá farið að AFD tvöfaldaði enn fylgi sitt í næstu kosningum.
AFD lýðræðislegur flokkur og starfar eftir lýðræðilegum meginreglum. Hvað réttlætir þá að gefa það út að þeir séu óstjórntækir?
Hætt er við að Þjóðverjum finnist þeir hafa verið sviknir ef næsta ríkisstjórn Þýskalands verður samstjórn Kristilegra og Sósíalista. Þá breytist ekkert og sama helstefna að skipta um þjóð í landinu heldur áfram.
Já og hryðjuverkin munu ef eitthvað er færast í aukana. Sífelld fleiri Þjóðverjum finnst með réttu nóg komið.