Páll Vilhjálmsson skrifar: Útvarpsleikrit Orson Wells árið 1938, Innrásin frá Mars, vakti hræðslu í Bandaríkjunum. Leikritið var sviðsetning og sýndi smithættu skelfingar. Leikritið er gleymt en lærdómurinn lifir. Ótti er öflugt vopn í pólitík. Innrás frá Mars er ekki yfirvofandi en framandi loftför ógna ítrekað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Eins og útvarpsleikritið 1938 var skáldskapur eru kínversku belgirnir, ef þeir eru þá frá Kína, sviðsetning. … Read More
Washington DC: Mótmæli gegn stríðsvitfirringu og þriðju heimsstyrjöldinni
Eftir Arnar Sverrisson: Það eru enn til friðarsinnar í landi hinna hugprúðu og frjálsu. Það voru þeir, sem stöðvuðu ógeðslegt stríð yfirvalda sinna í Víetnam á sínum tíma. Og árið 1982 mótmæltu friðarsinnar í Bandaríkjunum kjarnorkuvopnavæðingunni. Síðan lögðust þeir í dvala. En nú rumska þeir loksins, hafa yngt upp, og koma út á göturnar aftur, þ.e. þann 19. þessa mánaðar. … Read More
Verðlaunablaðamaður segir Bandaríkin hafa sprengt Nordstream leiðslurnar með aðstoð Noregs
Bandaríski blaðamaðurinn og Pulitzer-verðlaunahafinn Seymour Hersh segist hafa heimildir fyrir því að Bandaríkin, með aðstoð Noregs, hafi sprengt Nordstream-gasleiðslurnar í fyrrahaust. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun sem hann birti á Substack í dag. Þar segir m.a.: „Í júní síðastliðnum komu kafarar sjóhersins, í skjóli hinnar víðtæku NATO-æfingar BALTOPS 22, fyrir sprengiefni með fjarstýringu. Þremur mánuðum síðar, eyðilagði sprenging þrjár … Read More