Ríkissaksóknari Ohio, Dave Yost, hefur bæst í hóp með ríkissaksóknurum annarra ríkja sem hafa hótað Biden forseta lögsókn, innleiði hann skyldubólusetningar í landinu.
Alls hafa ríkissaksóknarar 24 ríkja sent forsetanum bréf sem útskýrir lagaleg atriði í þessum áformum forsetans sem fela í sér skyldubólusetningar í fyrirtækjum sem eru með 100 starfsmenn eða fleiri. Starfsfólkið þarf annað hvort að fara í bólusetningu eða fara reglulega í Covid próf, annars verður það rekið úr starfi.
Saksóknarar þessara ríkja sendu forsetanum bréfið:
Alabama, Alaska, Arizona, Arkansas, Florída, Georgia, Indiana, Kansas, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Montana, Nebraska, New Hampshire, Norður Dakota, Oklahoma, Ohio, Suður Carolina, Suður Dakota, Texas, Utah, West Virginia og Wyoming.
Allt eru þetta repúblikanaríki.
Dagblaðið The Columbus Dispatch sagði frá.