Frettin.is hafði samband við Miðflokkinn og spurði hann út í afstöðu hans gagnvart kristnum gildum og hvort flokkurinn styddi þau sjónarmið eða hvort þau væru á stefnuskrá flokksins, þar sem margir Íslendingar styðja þá stefnu og kjósa jafnvel útfrá þeirri afstöðu.
Svörin voru eftirfarandi:
- Íslendingar eru kristin þjóð. Miðflokkurinn hefur á Alþingi staðið fast að baki þjóðkirkjunni.
- Þingmenn flokksins hafa varið kirkjujarðasamkomulagið og viðbótarsamninga, sem eru kirkjunni mikilvægir.
- Þingmenn Miðflokksins hafa varið hana fyrir öflum á þingi sem vilja rýra hana og skaða.
- Þingmennirnir hafa varið þá vernd sem þjóðkirkjunni er veitt í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
- Miðflokkurinn hefur barist fyrir kristnum gildum, þar á meðal lífsvernd ófæddra barna í móðurkviði og að tekin verði upp kristinfræði í grunnskólum á ný.
- Þjóðkirkjan á að vera kirkja allra landsmanna og hún á að beina kröftum sínum að hlutverki sínu, sem er boðun fagnaðarerindisins og lögmálsins.