Þegar meðmæli breytast í kúgun

frettinErlentLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar frá Danmörku.

Aðskilnaðarsamfélagið tekur á sig ýmsar myndir. Stundum byggist það á húðlit, stundum á trúarbrögðum. Nýjasta birtingarmyndin er aðskilnaður á grundvelli sprautugjafar. Viltu ekki láta sprauta þig gegn COVID-19? Allt í lagi, þú tekur bara próf. Eða þú færð ekki að vinna hér. Finndu þér eitthvað annað. Atvinnuleysisbætur? Gleymdu því?

Í New York í Bandaríkjunum hafa yfirvöld nú gefið það út að ef þú vilt ekki sprauturnar og ert rekinn í kjölfarið þá færðu ekki atvinnuleysisbætur. Rekinn án bóta, vegna sprautu. Þetta er ný tegund aðskilnaðarstefnu en lifandi og raunveruleg.

"Workers in a healthcare facility, nursing home, or school who voluntarily quit or are terminated for refusing an employer-mandated vaccination will be ineligible... absent a valid request for accommodation because these are workplaces where an employer has a compelling interest in such a mandate, especially if they already require other immunizations,"

Á Íslandi eru nú þegar fjölmörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið hraktir eða reknir úr vinnu sinni vegna sprautuleysis. Á meðan eru önnur Norðurlönd að búa sig undir að lifa með veirunni og treysta læknum. Þessum miðli barst nýlega frásögn frá einstaklingi í Danmörku sem þurfti að leita til læknis. Við tímapöntun var hann spurður hvort hann væri "fullbólusettur" og hann sagði nei, en sagði um leið að veikindi hans væru ekki COVID-19. Hann mætti grímulaus og hlaut ekki frekari yfirheyrslu og fór sáttur út eftir góða skoðun.

Ætla Íslendingar að feta veg aðskilnaðarstefnunnar eða standa vörð um frjálst samfélag? Miðað við það sem á undan er gengið er svarið
ógnvekjandi.


Skildu eftir skilaboð