Hraun flæðir yfir Grindavíkurveg og lekur yfir varnargarðinn í átt að Svartsengisvirkjun

frettinInnlendarLeave a Comment

Á Veðurstofu Íslands segir að eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni haldi áfram og eru nú tíu dagar síðan það hófst. Frá því þriðjudaginn 4. júní, hefur einn gígur verið virkur. Hraun hefur undanfarna daga runnið að mestu til norðvesturs og þykknað við Sýlingarfell ásamt því að renna hægfara norður fyrir Sýlingarfell og til vesturs.

Hraun hef­ur nú lekið yfir varn­argarðinn í Svartsengi og rennur í átt að virkjuninni.

Samkvæmt veðurstofunni er framendi hraunbreiðunnar í um 800 metra fjarlægð frá heitavatnslögnum og færist hægt í áttina að þeim.

Vegurinn lokast af hrauni.

Jafnframt segir að álykta megi að áhlaupinu sé lokið að sinni, en búast má við því að það mjatlist eitthvað áfram. Fylgst verður vel með aðstæðum og ekki er útilokað að annað áhlaup geti átt sér stað á næstu dögum.

Ekki vitað hvenær vænta megi gos­loka

Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, vakt­haf­andi nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur segir í sam­tali við mbl.is. að hraun­flæðið úr gígn­um sé stöðugt og nú virðist sem að jafn mik­il kvika skvett­ist upp á yf­ir­borðið úr gígn­um og flæði inn í kviku­hólfið und­ir Svartsengi.

Þá álykt­un megi draga þar sem að hvorki má sjá land­sig né landris á svæðinu.

Seg­ir það okk­ur eitt­hvað um hvenær megi vænta gos­loka?

„Nei, það seg­ir svo sem ekk­ert til um það. Við sáum í síðasta gosi að það náði að halda sér 3 til fjór­um rúm­metr­um á sek­úndu, sem er mjög lítið hraun­flæði,“ seg­ir hún.

„Það má gera ráð fyr­ir að þetta sé eitt­hvað aðeins meira en það, þannig að þetta seg­ir ekki til um það hvenær þessu lýk­ur eins og er“, segir Salóme.

Skildu eftir skilaboð