Ofbeldistjáning

frettinInnlendarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Stuðningsmenn Hamas sátu fyrir ráðherrum í ríkisstjórn Íslands og stöðvuðu för þeirra. Fyrirsátin var skipulögð og vakti óhug. Hamas-liðarnir íslensku vilja kalla það tjáningu að hindra för annarra. Jafnframt er það kölluð tjáning að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Ofbeldi er ávallt einhvers konar tjáning - en ekki stjórnarskrárvarin eins og frjáls orðræða.

Mótmæli, af hvaða tæi sem er, má kalla tjáningu. Að hindra frjáls för annarra er aftur annað og verra en tjáning. Líkamlegir tilburðir til að knýja fram niðurstöðu lýsa ofbeldishneigð. Frjáls för í opnu rými telst til mannréttinda. Óhlýðni gagnvart lögreglu er brot gegn valdstjórninni.

Íslenskir stuðningsmenn Hamas iðkuðu ekki tjáningarfrelsið 31. maí. Ekki frekar en að fyrirmyndir þeirra stunduðu mannúðarstörf 7. október í fyrra.

Skildu eftir skilaboð