Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru Íslendingar – glæsileg dagskrá um land allt

frettinInnlendarLeave a Comment

Þóðhátíðardag­ur Íslend­inga verður hald­inn hátíðleg­ur um land allt í dag, 17. júní,  í ár verða hátíðar- og skemmti­dag­skrár sér­lega glæsi­leg­ar þar sem 80 ár verða liðin frá því ís­lenska lýðveldið var stofnað á Þing­völl­um.

Fréttin tók sam­an það helsta sem boðið verður upp á yfir dag­inn á nokkr­um stöðum, bæði á höfuðborg­ar­svæðinu og lands­byggðinni.

Reykja­vík

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður fjölbreytt dagskrá í höfuðborginni allan daginn. Dagurinn hefst klukkan 11:10 með hátíðlegri athöfn á Austurvelli. Forseti Íslands leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jón Sigurðssonar og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur einnig ávarp og nýstúdentar leggja blómsveig við leiði Jóns og Ingibjargar í Hólavallakirkjugarði að athöfninni lokinni.

Þá verður haldið í skrúðgöngu frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð. Í kjölfarið á því taka við alls konar skemmtanir fyrir unga og aldna. Tónleikar, götuleikhús, dans, matarvagnar og margt fleira.

Á vefnum 17juni.is má skoða dagskrána í Reykjavík nánar. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um götulokanir.

Kópa­vog­ur

Í Kópa­vogi verður boðið upp á skemmti­dag­skrá bæði á Rút­stúni og við Versali frá klukk­an 14:00 til 16:00, en leik­tæki og hoppu­kastal­ar opna klukk­an 12:00. Þá verður einnig hátíðardag­skrá í and­dyri Sal­ar­ins frá klukk­an 13:00.

Klukk­an 13:30 hefst skrúðganga frá Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi og að Rút­stúni. Við Menn­ing­ar­hús­in í Kópa­vogi verður svo dag­skrá frá klukk­an 14:00 til 16:00 með hinum ýmsu skemmti- og tón­list­ar­atriðum.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrána má finna á vef Kópa­vogs­bæj­ar.

Hafn­ar­fjörður

Þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn verður í boði víðsvegar um Hafnarfjörð. Þjóðhátíðardagurinn hefst með fánahyllingu á Hamrinum klukkan átta í boði Skátafélagsins Hraunbúa og lýkur með glæsilegri kvölddagskrá á Thorsplani.

Þjóðbúningasamkoma verður haldin í Flensborg klukkan ellefu og klukkan eitt verður gengin skrúðganga frá Flensborgarskólanum niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Þar hefjast svo hátíðarhöldin klukkan hálf tvö.

Dagskrána má lesa á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Garðabær

Í Garðabæ verður fjöl­breytt dag­skrá fyr­ir alla fjöl­skyld­una sem hefst klukk­an 13:00 með skrúðgöngu sem fer frá Hofsstaðatúni á Garðaborg þar sem töfr­ar, söngv­ar og dans­atriði verða á dag­skrá.

Bíla­stæði Garðatorgs verður svo breytt í skemmti­svæði fyr­ir börn­in með hoppu­köstul­um, en einnig verður fána­smiðja og and­lits­mál­un í boði á Garðatorgi. Deg­in­um lýk­ur svo með hátíðar­tón­leik­um í Tón­list­ar­skóla Garðabæj­ar klukk­an 20:00.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrána má finna á vef Garðabæj­ar.

Mos­fells­bær

Dag­skrá­in í Mos­fells­bæ hefst klukk­an 11:00 með hátíðarguðþjón­ustu í Lága­fells­kirkju. Klukk­an 13:30 verður svo skrúðganga frá Miðbæj­ar­torg­inu að Hlé­garði þar sem fjöl­breytt fjöl­skyldu­dag­skrá verður í boði.

Klukk­an 16:00 verður keppt um titil­inn Sterk­asti maður Íslands og Stál­kon­an 2024 á Hlé­garðstún­inu.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrána má finna á vef Mos­fells­bæj­ar.

Seltjarn­ar­nes

Á Seltjarn­ar­nesi verður hátíðardag­skrá sem hefst klukk­an 10:00 með báta­sigl­ingu frá smá­báta­höfn­inni. Klukk­an 11:00 verður hátíðarguðþjón­usta í Seltjarn­ar­nes­kirkju og klukk­an 12:45 fer skrúðganga frá Leik­skóla Seltjarn­ar­ness yfir í Bakkag­arð.

Í Bakkag­arði verður fjöl­breytt dag­skrá með hinum ýmsu atriðum, en þar verða einnig leik­tæki, hestateym­ing­ar og fleira skemmti­legt á milli klukk­an 13:00 til 15:00.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrána má finna á vef Seltjarn­ar­ness.

Ak­ur­eyri

Á Ak­ur­eyri hefjast hátíðar­höld­in klukk­an 11:00 þegar blóma­bíll­inn legg­ur af stað frá Nausta­skóla, en hann verður við Lystig­arðinn um klukk­an 12:00. Klukk­an 12:30 hefst svo skrúðganga frá Gamla hús­mæðraskól­an­um við Þór­unn­ar­stræti og suður í Lystig­arðinn þar sem verður hátíðardag­skrá frá klukk­an 13:00 til 13:45.

Klukk­an 14:00 hefst svo fjöl­breytt fjöl­skyldu­dag­skrá bæði á MA-tún­inu og í Lystig­arðinum og klukk­an 17:00 verður skemmtisigl­ing með Húna II.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrána má finna á vef Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar.

Borg­ar­byggð

Í Borg­ar­byggð verða fán­ar dregn­ir að húni klukk­an 8:00 og eru all­ir íbú­ar hvatt­ir til að gera slíkt hið sama í til­efni dags­ins. Klukk­an 10:00 hefst íþrótta­hátíð á Skalla­grím­svelli þar sem sautjánda júní hlaup verður fyr­ir fólk á öll­um aldri.

Klukk­an 13:30 hefst skrúðgang­an þar sem gengið verður frá Borga­nes­kirkju í Skalla­gríms­garð. Þar verður hátíðardag­skrá frá klukk­an 14:00, en klukk­an 16:30 býður hesta­manna­fé­lagið Borg­f­irðing­ur börn­um á hest­bak í Vindási.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrána má finna á vef Borg­ar­byggðar.

Sel­foss

Dag­skrá­in verður fjöl­breytt á Sel­fossi á 17. júní, en hún hefst með morg­unjóga klukk­an 9:00 við ár­bakk­ann fyr­ir neðan Hót­el Sel­foss ef veður leyf­ir. Klukk­an 13:15 hefst skrúðganga frá Sel­foss­kirkju þar sem gengið verður Kirkju­veg, Eyra­veg, Aust­ur­veg, Reyni­velli, Engja­veg, Sig­tún og inn í Sig­túns­garð.

Í Sig­túns­garði verður nóg um að vera, meðal ann­ars skemmtig­arður, and­lits­mál­un, vöfflukaffi, skemmti- og tón­list­ar­atriði og bíla­sýn­ing hjá Ferðaklúbbn­um 4x4 Suður­lands­deild.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrána má finna á vef Sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar.

Hvera­gerði

Í Hvera­gerði hefst dag­skrá klukk­an 9:00 með Wi­bit þrauta­braut í sund­laug­inni Lauga­sk­arði sem stend­ur yfir all­an dag­inn til klukk­an 19:00. Klukk­an 10:00 mun Hesta­manna­fé­lagið Ljúf­ur teyma und­ir börn­um við fé­lags­heim­ili Ljúfs.

Skrúðgang­an hefst svo klukk­an 13:30 og gengið verður frá horn­inu á Heiðmörk. Í Lystig­arðinum verður svo hátíðardag­skrá frá klukk­an 14:00 til 16:00, en þá hefjast leik­ir og fjör fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrána má finna á vef Hvera­gerðis­bæj­ar.

Múlaþing

Hátíðar­höld verða í öll­um kjörn­um sveit­ar­fé­lags­ins í til­efni dags­ins, en á Eg­il­stöðum verður fjöl­skyld­u­stund í Eg­ilsstaðakirkju, Skrúðganga frá kirkju í Tjarn­argarð klukk­an 11:00 þar sem skemmti­dag­skrá verður fram eft­ir degi.

Á Seyðis­firði hefst dag­skrá­in klukk­an 11:00 þegar blóm­sveig­ur er lagður á leiði Björns í Firði. Klukk­an 12:30 verður sautjánda júní hlaup fyr­ir krakka 12 og yngri við Seyðis­fjarðar­kirkju, en hátíðardag­skrá í garðinum við Seyðis­fjarðar­kirkju hefst klukk­an 13:00.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrána og dag­skrá í öðrum kjörn­um má finna á vef Múlaþings.

Reykja­nes­bær

Hátíðar- og skemmti­dag­skrá fer fram í skrúðgarðinum í Kefla­vík og hefst með hátíðarguðþjón­ustu í Kefla­vík­ur­kirkju klukk­an 12:00.

Að at­höfn lok­inni verður gengið í skrúðgarðinn þar sem fjöl­breytt dag­skrá verður fram eft­ir degi.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrána má finna á vef Reykja­nes­bæj­ar.

Ísafjörður

Á Ísafirði verður haldið upp á afmæli lýðveldisins á Eyrartúni. Klukkan 13:15 verður skrúðganga gengin frá Silfurtorgi upp á Eyrartún og þar tekur við hátíðardagskrá. Lúðrasveitin leikur fjörug lög, hátíðarræðu heldur Ólafur Guðsteinn Kristjánsson og fjallkona bæjarins ávarpar gesti.

Á Eyrartúni verða einnig hoppukastalar, andlitsmálun, karamelluregn, hestbak fyrir börn og sölutjöld á vegum körfuknattleiksdeildar Vestra.

Þá verður einnig dagskrá á Hrafnseyri, fæðingarstað sjálfs Jóns Sigurðssonar, þar sem krakkar fá tækifæri til að spreyta sig á fornleifauppgrefti undir handleiðslu fornleifafræðings. Þar verður íbúum af erlendum uppruna einnig boðið upp á leiðsögn og fræðslu um íslenska lýðveldið, Jón Sigurðsson, Hrafnseyri og fornminjar á einfaldri íslensku.

Dagskrána má sjá í heild sinni hér.

Gleðilegan þjóðarhátíðardag!

Skildu eftir skilaboð