Geir Ágústsson skrifar:
Ímyndaðu þér að þú búir í fjölbýlishúsi og að húsfélagið hafi ákveðið að innrétta nokkur herbergi í kjallaranum til að hýsa heimilislaust fólk eða fólk í tímabundnum vandræðum og jafnvel sjá því fyrir mat, hita og vatni, tannlæknaþjónustu og heyrnatækjum. Ímyndaðu þér svo að þessi herbergi fyllist hratt og að í þau flytji jafnvel fleira og fleira fólk þar til þau eru orðin of lítil. Einhverjar íbúa hússins tala um að fara loka á komu fleiri en stjórn húsfélagsins stendur fast á sínu og áfram er bætt við fólki og herbergjum fjölgar.
Loks kemur sá dagur að kjallarinn er einfaldlega fullur og húsfélagið velur þá að kaupa upp íbúðir í húsinu og gera að herbergjum fyrir fólk í neyð. Áfram streymir fólk inn og kostnaðurinn við að halda því uppi eykst stjarnfræðilega.
Núna stendur mörgum íbúum ekki á sama lengur og mótmæla en tapa alltaf þegar kosið er í nýja stjórn húsfélagins. Fólkið á efstu hæðunum, sem er hjartahreint og efnað, er alsælt ennþá og finnur ekki fyrir miklum óþægindum, nema auðvitað hærri og hærri reikningi.
Með tíð og tíma minnka þó vinsældir stjórnar húsfélagsins nægilega vel til að henni megi koma frá í kosningum. En þá myndast önnur klípa: Hið opinbera er fegið að þurfa ekki að eiga við alla þessa aðkomumenn og skikkar húsfélagið til að halda áfram að bæta við aðfluttu fólki. Sé gerð einhver tilraun til að stöðva flæðið þá verða afleiðingar fyrir íbúa hússins. Þeir opnuðu á flóðgáttirnar og fá ekki að loka þeim.
Frekar súrt, ef þú spyrð mig, en nú var þetta auðvitað bara ímyndað dæmi.
Að öðru:
Víða í Evrópu eru ríki við Miðjarðarhafið að reyna hægja á flóðbylgju flóttafólks og hælisleitenda, enda allt að springa. Þetta er ekki vel séð af öðrum ríkjum sem óttast að flóðbylgjan lendi á þeirra landamærum í staðinn. Evrópusambandið sættir ekki við svona tilraunir einstaka ríkja til að verja eigin landamæri og velferðarkerfi.
Það þarf að skipta um stjórn í húsfélaginu.
One Comment on “Gestgjafarnir – flóðbylgja flóttafólks”
Við vinnandi fólk, “ aríar” höfum þurft að flýja norðar og norðar, frá afætum. Við erum komin eins langt og mögulegt er. Þessi sníkjudýr eiga eftir að sjúga úr okkur lífs kraftinn.