Trans áróður ekki áberandi í Danmörku

frettinInnlendarLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Kaupamannahöfn og sum sveitarfélög í kringum höfuðstaðinn eru ekki undirlögð af trans áróðri líkt og í Reykjavík og sumum bæjum á Íslandi, t.d. Akureyri. Bloggari hefur ekki rekist á einn trans fána í þá viku sem hann hefur dvalið í ríki Friðriks tíunda. Afar ánægjulegt að vera laus undan áróðrinum.

Kirkjur sem bloggari hefur séð hafa heldur ekki notað stöðu sína til að flagga áróðri í formi málningu á tröppum eða inngöngum. Á Íslandi er vekið hjá prestum óhugnanlegt. Að hugsa sér, í sumum kirkjum er ekki hægt að ganga inn í kirkju án þess að ganga á áróðrinum.

Mér hugnast ekki svona áróðurstengd málefni þar sem ríki, sveitarfélög og kirkjan tekur þátt í. Hvað þarf til að menn sjái að sér á Íslandi? Þegar stórt er spurt er fátt um svör.

Hafi menn haldið að trans fáninn sé sameiningartákn, tákn um ást og fjölbreytileika þá skjátlast þeim. sá íslenski er eini fáninn sem allir Íslendingar falla undir, enginn annar.

Skildu eftir skilaboð