Ursula von der Leyen hefur formlega verið tilnefnd forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins næstu fimm árin.
Leiðtogar Evrópusambandsríkja kusu um æðstu embætti sambandsins í Brussel í gærkvöldi.
Antonio Costa, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, er tilnefndur í embætti forseta Evrópuráðsins og Kaja Kallas, núverandi forsætisráðherra Eistlands, verði utanríkisráðherra sambandsins.
Öll eru þau úr bandalagi miðjuflokka sem fara með meirihluta á Evrópuþinginu eftir kosningarnar í byrjun júní.
Meirihluti Evrópuþingsins þarf að staðfesta niðurstöðuna áður en þremenningarnir taka formlega við embættunum.