Vestrænir blaðamenn í fjáröflun fyrir Trump?

frettinErlent, Geir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Af hverju eru vestrænir blaðamenn að vinna launalaust við að fylla á kosningasjóði Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda til embættisins?

Er einhver með gott svar við því?

Mér dettur ekkert í hug.

Staðreyndin er samt sú að þeir eru í slíkri vinnu. Þeir eru að láta nafn hans birtast í óteljandi fyrirsögnum. Þeir eru að birta myndbönd af honum að segja það sem sífellt fleiri eru að hugsa - láta hann líta út fyrir að vera mann fólksins.

Ég skil vel að sífellt færri vestrænir blaðamann geti hugsað sér að Biden haldi áfram að vera strengjabrúðu í Hvíta húsinu. En að óbeint spyrða sig saman við Donald Trump? Ég hélt að enginn þeirra þyrði því.

Margt er skrýtið í kýrhausnum.

Skildu eftir skilaboð