Varanlegt bann á kynþroskabælandi meðferðum væntanlegt

EskiBörn, Erlent, Heilbrigðismál, Hinsegin málefni, Kynjamál, Lyf, Lyfjaiðnaðurinn, MannréttindiLeave a Comment

Wes Streeting, nýr heilbrigðisráðherra Bretlands, tók sér enga hveitibrauðsdaga eftir að hafa verið skipaður í embætti af Sir Keir Starmer, forsætisráðherra.
Á meðan augu alheimsins beindust að banatilræðinu á Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta gaf heilbrigðisráðherrann út mjög hjartnæma og yfirvegaða yfirlýsingu á Twitter sem setti hann í skotlínuna hjá öfgaarmi hinsegin samfélagsins og trans aðgerðarsinna.


Fyrri ríkisstjórn Breska Íhaldsflokksins hafði sett á bráðabrigðabann á kynþroskabælandi meðferðir fyrir börn sem segjast glíma við kynama (e. Gender dysphoria).
Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt af transaðgerðarsinnum, alveg sérstaklega meðal þeirra karla sem eru á miðjum aldri, skilgreina sig sem konur eða „hinsegin“ og hafa aldrei þurft að prófa þessi lyf á eigin skinni.

Teljast til ógagnreyndra meðferða

Heilbrigðisráðherrann segir í yfirlýsingu sinni að allar ákvarðanir sem  hann tekur verða að byggjast á gagnreyndum upplýsingum og sönnunum. Cass skýrslan, sem var skrifuð af einum fremsta barnalækni heims, Dr. Hillary Cass, leiddi einfaldlega í ljós að vísindaleg vitneskja um virkni og áhrif lyfjanna væru stórkostlega ábótavant. Í því ljósi hefði aldrei átt að ávísa þeim til að byrja með í þessum tilgangi.

Í sömu yfirlýsingu undirstrikaði Streeting að umönnum fólks sem glímir við kynama verður að bæta en vera studd vísindalegri nálgun til þess að draga úr allri áhættu að vinna börnum varanlegt tjón.

Samtökin 22 fagna – Gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega

Fréttin hafði samband við Samtökin 22 sem hafa hvað mest barist gegn transferli barna og innrætingu þess í skólakerfinu. Samtökin fagna þessari yfirlýsingu í Bretlandi en furða sig jafnframt af þrjóskunni sem virðist ráða för í þessum efnum hér á landi: „Ég dáist að hugrekki Streeting sem er sjálfur samkynhneigður eins og ég. Þetta mun eflaust draga eftir dilk á eftir sér fyrir hann persónulega. Það kannast ég svo sannarlega við. Samtökin ´78, BUGL, landlæknisembættið og stjórnvöld virðast vera staðráðin að halda þessu ofbeldi áfram á börnum sem falla ekki að úreltum staðalímyndum um kyn. Kynin eru tvö, en það er hægt að vera allskonar strákar og stelpur! Núna erum við að búa til enn fleiri kassa utan um þessi börn í stað þess bara að leyfa þeim að vera þau sem þau eru, og leyfa þeim að þroskast eðlilega svo þau geti uppgötvað sig sjálf hjálparlaust og án þrýstings frá hinsegin aðgerðasinnum og umhverfinu sem er þröngvað upp á þau í skólakerfinu. Þetta er einfaldlega eitthvað sem verður að fara að bæta úr. Þetta gengur ekkert svona til lengdar,“ segir Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22.

Ítrekaðar fyrirspurnir – fátt um svör

Segjast samtökin hafa sent ítrekaðar fyrirspurnir til landlæknisembættisins í kjölfar Cass skýrslunnar og WPATH lekans, en engin svör borist. Samtökin íhuga að leita til Umboðsmanns Alþingis ef ekki fer að rofa til í samskiptum embættisins og heilbrigðisráðuneytisins við samtökin.

Ísland er nú eitt mjög fárra ríkja í heiminum sem ávísa kynþroskabælandi lyfjum til barna sem segjast vera trans, þvert á gagnreyndar og ritrýndar rannsóknir sem benda til skaðsemi og áhættu þeirra.

Skildu eftir skilaboð