Þröstur Jónsson virkur hluthafi í Fréttin ehf skrifar:
Árásir á Fréttina
Frettin.is er einn örfárra miðla sem grímulaust ber landsmönnum sannar fréttir. Frjáls fjölmiðill án ríkisstyrkja eða áhrifa glóbalista og annarra illra afla sem nú tröllríða hinum vestræna menningarheim
Undanfarið hefur Frettin.is flutt fréttir einn miðla af tveim málum sem virðast ekki þola dagsljósið, þ.e. Fósturvísamálið og Byrlunarmálið. Hvort sem það er af þeim sökum eða öðrum hafa árásir magnast mjög á Fréttina og þá jafnvel úr óvæntustu átt frá þeim sem virtust stuðnings-aðilar málflutnings okkar en hafa nú fellt grímuna annaðhvort sem svonefnd stýrð andstaða ella hafa verið hrædd frá stuðningi til þöggunar. Bæði fyrrverandi pistlahöfundur miðilsins sem og lítil samtök; Krossgötur hafa ráðist óvægið að Fréttinni og ritstjóra hennar að undanförnu. Hefur einn ritnefndarmanna; Svala Magnea Ásdísardóttir nokkur, farið mikinn á félagsmiðlum.
Mér er hugleikið hver er orsök slíkrar hegðunar og óvæntrar stefnubreytingar þeirra sem fara fyrir slíkum samtökum sem geta eingöngu náð áheyrn í gegnum frettin.is því þeirra eigin bloggsíða hefur nánast engan lestur eins og sjá má á grafinu hér að neðan sem ber saman lestur nokkurra samkeppnis-miðla við Fréttina
Heimild: similarweb.com
Eru samtökin að fremja „athyglis-sjálfsmorð“ með hegðun sinni?
Þá vekur það athygli að fyrrverandi forsetaframbjóðandi leggur nafn sitt við slík samtök eins og sjá má í skjáskoti hér að neðan.
Þrátt fyrir árásir slíkra aðila hefur það engin áhrif á Fréttina sem stendur stöðug og lætur hvorki hræða sig né kaupa til fylgilags við lygi og ill öfl í þessu þjóðfélagi.
Hægt og sígandi byggjum við hluthafar Fréttarinnar ehf miðilinn upp. Allt mótlæti herðir okkur eingöngu. Við munum áfram berjast fyrir sannleikann, segja fréttir sem meginstraumsmiðlarnir vilja ekki, eða geta ekki flutt sökum tengsla eða pólitískrar innrætingar.
Að lokum hvet ég þá sem nýta sér frettin.is til að gerast áskrifendur svo miðillinn megi eflast og dafna.