Facebook í lið með þöggurum fósturvísamálsins

Gústaf SkúlasonFósturvísamálið, Innlendar2 Comments

Gústaf Adolf Skúlason

Einhverjir toga í spottann varðandi birtingar frá Fréttin punktur is á Facebook. Fyrst byrjaði Facebook að loka á birtingar á greinum um fósturvísamálið frá Halli Hallssyni blaðamanni Fréttarinnar á FB-síðu Fréttarinnar. Næst lokuðu þeir á að ég geti deilt greinum miðilsins á Facebook. Eflaust vegna nýlegs viðtals við hjónin Hlédísi Sveinsdóttur og Gunnars Árnasonar í fósturvísamálinu. Engar skýringar eru gefnar aðrar en „brot á reglum samfélagsmiðilsins.“

Það var svo sem við því að búast hjá jafn óvönduðum miðli og Facebook er. Þess vegna hvet ég alla til að fylgjast vel með málinu hér á heimasíðu Fréttarinnar með hvatningu um að deila sem víðast á samfélagsmiðlum sem leyfa það. Þetta virðist innanrotið valdabú sem er að leika „dirty tricks“ á bak við tjöldin og reiðubúin til að ganga ansi langt í markmiði sínu að þagga eftirgrennslan hjónanna á „19 týndum fósturvísum.“

Næsti viðtalsþáttur við Hlédísi og Gunnar síðar í vikunni

Ég mun eiga samtal númer tvö við hjónin síðar í vikunni og þá förum við yfir lögbrot Landspítalans sem afhenti hjónunum falsaða sjúkraskráskýrslu. Þau fengu síðar réttu skýrsluna og er þar mikill munur á við þá upprunalegu. Fleiri þúsund manns fóru rafrænt ólöglega inn á sjúkraskrá Hlédísar meðan hún lá á gjörgæsludeild 2015. Hvernig gat það gerst?  Við munum ræða það. Rétta skýrslan tók samt ekki yfir öll þau ár sem þau Hlédís og Gunnar óskuðu eftir og þau hafa leitað til landlæknis um að fá sjúkraskýrslu fyrir þann tíma sem neitar að afhenda þeim skýrsluna. Umboðsmaður Alþingis hefur skorist í leikinn og skrifað landlækni bréf um að afhenda skýrslu þessara ára en ekkert hefur enn gerst.

Þátturinn verður birtur í lok vikunnar. Á meðan má lesa skrif m.a. Gunnars Árnasonar sem honum leyfist enn að skrifa á Facebook.

Gústaf Skúlason
Fréttin.is

 

2 Comments on “Facebook í lið með þöggurum fósturvísamálsins”

  1. Miðað við viðbrögð FB og þöggun fleiri aðila er nokkuð ljós að þar sem er reykur kraumar eldur.

  2. Af hverju má ekki skoða þetta mál. Það getur verið að hjónin sé ekki að fara með rétt mál en af hverju eru þau þá ekki lögsótt?

Skildu eftir skilaboð