Trump lögsækir CBS fyrir að klippa viðtal við Kamölu Harris í fréttaskýringaþættinum „60 mínútur“

frettinErlentLeave a Comment

Trump kærði á fimmtudag CBS News fyrir 10 milljarða dala, eftir að fréttastöðin klippti viðtal við Kamölu Harris í fréttaskýringaþættinum „60 Minutes“, í þeim tilgangi að fegra hana í tilsvörum sínum.

Trump bregst nú við með þessum hætti til að reyna sporna við þeim gríðarlega skaða sem hann, kosningabarátta hans og tugmilljóna borgara í Texas og um alla Ameríku urðu fyrir vegna villandi frásagna CBS,“ segir í málsókninni, samkvæmt Fox News.

Fox News skrifar:

Fyrrverandi forseti Trump hefur höfðað mál á hendur CBS News fyrir 10 milljarða dala í skaðabætur og segir að miðillinn hafi stundað „villandi fréttaskýringar“ í þeim tilgangi að hafa áhrifa á kosningar í viðtali sínu við varaforsetann Kamölu Harris.

Fox News Digital fékk afrit af málsókninni sem höfðað var á fimmtudag.

Lögfræðingar Trump segja að kvörtunin komi vegna „flokksbundinna og ólöglegra athafna CBS í kosningum, með því að reyna hafa áhrif á kjósendur með illgjarnri, blekkjandi og verulegri röskun á fréttum sem ætlað er að rugla, blekkja og villa um fyrir almenningi.

Lögfræðingar Trump halda því einnig fram að fréttaflutningurinn væru gerðar í viðleitni til að „reyna að halla á vogarskálarnar í þágu Demókrataflokksins komandi forsetakosningar 2024,  nálgast niðurstöðu sína. Svörum Kamölu var breytt í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes, til að láta hana hljóma samfellda og eðlilega.

Reyndar var það svo slæmt að "60 mínútur" skeytti vitlausu svari hennar og setti algjörlega nýja setningu í staðinn sem hún sagði fyrr í viðtalinu.

Maður sem spáði brottfalli Biden: „Búið ykkur undir „Kamölu hrun.“

Blanda saman spurningum og svörum. Þetta er ekki blaðamennska. Þetta eru svik, segir á miðlinum The Gateway pundit.

Falsfréttamennskuna má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð