Trump og Biden hittust í Hvíta húsinu til að ræða valdaskiptin

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Donald Trump og Joe Biden hittust í Hvíta húsinu í dag til að ræða valdaskiptin. Trump tekur við þann 20. janúar næstkomandi.

Þegar forsetarnir settust niður tókust þeir í hendur og óskaði núverandi forsetinn Trump til hamingju, og sagðist hlakka til að eiga snurðulaus valdaskipti, og vilja gera allt til að tryggja allt fari vel fram.

„Þakka þér kærlega, stjórnmálin eru snúin og heimurinn er oft lítt geðfelldur en hann er viðfelldinn í dag og ég met mikils að valdaskiptin gangi svona snurðulaust, eins snurðulaus og þau geta orðið. Ég met það mikils,“ sagði Trump við Biden þar sem þeir sátu saman við varðeld í Hvíta húsinu. Með þeim í stofunni var fjöldi fjölmiðlamanna.

Samkvæmt þjóðaröryggisráðgjafa Bidens, Jake Sullivan, lagði Biden áherslu á það við Trump að mikilvægt væri að Bandaríkin myndu áfram styðja Úkraínu gegn Rússlandsher. Trump hefur lýst því yfir að hann telji bandarísk stjórnvöld verja of miklu fé til hernaðaraðstoðar við Úkraínumenn, og hefur sagt að hann muni binda enda á stríðið um leið og hann tekur við embættinu.

Skildu eftir skilaboð