Jay Bhattacharya tilnefndur í að leiða heilbrigðisstefnu Trump

frettinErlent, Heilbrigðismál, Stjórnmál, TrumpLeave a Comment

Á laugardaginn greindi The Washington Post frá því að einn fremsti stuðningsmaður Trump Stanford prófessorinn Dr. Jay Bhattacharya, verði ráðinn í stöðu nýs forstjóra (NIH) National Institute of Health.

Washington Post skrifar:

„Jay Bhattacharya, Stanford sérfræðingur - virðist í stakk búinn til að gegna æðsta embætti í heilbrigðismálum ríkisins, hugsanlega sem yfirmaður NIH. Bhattacharya er sterkur leiðtogi til að leiða stofnunina í komandi Trump-stjórn og nafn hans er á innri lista yfir frambjóðendur sem Robert F. Kennedy Jr. hefur sett saman, að sögn fjögurra manna sem báðu um nafnleynd. Kennedy var valinn af Donald Trump forseta á fimmtudag til að leiða heilbrigðis- og mannúðarráðuneytið, sem hefur umsjón með NIH.

Endurkoma Bhattacharya frá því að hafa verið slaufað af forstjóra NIH, lýsir ákveðnni kaldhæðni að hann sé að taka við embætti hans fjórum árum síðar og endurspeglar hvernig bakslag hefur orðið við Covid uppgjörið, sem hefur hjálpað til við að endurmóta íhaldssöm stjórnmál og lyfta upp nýjum röddum.“

Bhattacharya er nú sérfræðingur í heilbrigðimálum og COVID-rannsóknarmaður við Stanford háskóla í Kaliforníu. Dr. Bhattacharya er einnig meðhöfundur Barrington-yfirlýsingarinnar miklu.

Í október 2020, kynntu bestu alþjóðlegu sóttvarnalæknarnir Dr. Martin Kuldorff frá Harvard, Dr. Sunetra Gupta frá Oxford og Dr. Jayanta Bhattacharya frá Stanford ásamt Lauru Ingraham, The Ingraham Angle, leið til að opna samfélagið og hefja eðlilegt líf á Vesturlöndum á ný fyrir þá sem eru ekki voru viðkvæmir fyrir Covid.

Dr. Kulldorff tilkynnti síðan að hópur hans væri að gefa út yfirlýsingu sem kallast „The Great Barrington Declaration“ þar sem læknasamfélagið var hvatt til að hefja aðgerðaáætlun sem fól í sér „staðbundna vernd“.

Vegna hreinskilinnar gagnrýni hans á COVID-stefnu Fauci, var Dr. Bhattacharya áminntur af háskóla sínum og stimplaður samsæriskenningasmiður og var skrúfað fyrir tjáningafrelsi hans á samfélagsmiðlum.

Dr. Bhattacharya var einnig meðkærandi Jim Hoft hjá TGP í Missouri-málinu sem var tekið fyrir í Hæstarétti í mars síðastliðnum.

Stefnendur eru enn að safna sönnunargögnum í þessu yfirstandandi máli sem kallað er málfrelsismál aldarinnar.

Bhattacharya hefur útskúfaður fjölmiðlum í mörg ár vegna ólíkrar skoðunar hans á heimsfaraldrinum. Sem einn af undirritunaraðilum 2020 Great Barrington yfirlýsingarinnar var honum slaufað, ritskoðaður og hefur jafnvel fengið líflátshótanir.

Fáir fjölmiðlar virtust vera áhugasamir um að vera viðstaddir athöfn í síðustu viku í Washington, DC, þar sem hin virta American Academy of Sciences and Letters afhenti helstu hugverkafrelsisverðlaunin, segir New York Post.

Skildu eftir skilaboð