Yfir 900 kvartanir hafa borist í Bandaríkjunum sem fela í sér skaða sem tengist megrunarlyfjum frá nokkrum framleiðendum. Fjöldamálsókn er hafin vegna skaða af völdum lyfjanna.
Lyfin Ozempic, Wegovy, Rybelsus, Trulicity og Mounjaro eiga það sameiginlegt að líkja eftir hormóni. Það er kallað glúkagonlíkt peptíð-1, þess vegna heitið GLP-1 örvar. Lyfin hægja á niðurbroti fæðu í maga og skapa þannig mettunartilfinningu á sama tíma og þau stjórna blóðsykri.
Spurt er hvort stefndi hafi vitað eða mátt vita að lyf þeirra gætu valdið því að maginn tæmist hægar eða ekki.
Réttarhöld í nokkrum umdæmum hófust þann 4. september í Bandaríkjunum og byrjaði í Héraðsdómi í Austur-héraði Pennsylvaníu. Þar eru 929 mál og eflaust fleiri á leiðinni. Sakborningar eru danska Novo Nordisk (Ozempic, Wegovy og Rybelsus) og Eli Lilly frá Indianapolis (Trulicity og Mounjaro).
Maga- og þarmavandamál
Sameiginlegt öllum tilfellunum er að lyfin eru talin valda vandamálum í maga og þörmum. Spurt er hvort stefndi hafi vitað eða mátt vita að lyf þeirra gætu valdið því að maginn tæmist hægar eða ekki. Það er kallað gastroparesis og veldur skemmdum á maga og þörmum.
Jafnframt er spurt hvort stefndu hafi varað stefnendur eða lækna þeirra sem ávísa lyfinu með fullnægjandi hætti við meintri hættu af þessum vörum. Einnig hvort stefndi veitti rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýsingar um öryggi þessara vara.
Meira um málið má lesa hér.