Mark Normand til Íslands! – Ya Don’t Say í Háskólabíói 7. maí

frettinFréttatilkynning, Innlent, Lífið, ListLeave a Comment

Mark Normand er glaðvær og einlægur uppistandari frá New York. Hann gaf út uppistandsþáttinn "Don't Be Yourself" á Comedy Central, kom sex sinnum fram í CONAN á TBS, var gestur í The Tonight Show with Jimmy Fallon og The Late Show with Stephen Colbert, auk þess að koma fram í Live at SXSW á Showtime, Inside Amy Schumer, TruTV, Best Week Ever, MTV, Last Comic Standing og @Midnight. Hann gaf einnig út uppistandsplötuna "Still Got It" hjá Comedy Central Records (hún er ekki svo slæm!)

Á síðasta ári vann Mark fyrsta sætið í The Great American Comedy Festival. Árið 2013 sigraði hann Caroline's March Madness-keppnina og lagði þar 63 aðra grínista að velli. Og þetta er örugglega sjokk fyrir okkur öll, en hann var líka kosinn "Besti grínisti ársins 2013" af Village Voice – já, við vitum! Árið 2012 kom hann fram í John Oliver's New York Stand-Up Show á Comedy Central og árið 2011 var hann valinn einn af "Comics to Watch" hjá Comedy Central.

Miðaverð er 9.990 kr en einnig er hægt að kaupa VIP Meet & Greet pakka i mjög takmörkuðu magni.

Allt um sýninguna er að finna hér.

Skildu eftir skilaboð