Svar Netanyahus til Alþjóða afbrotadómstólsins: Gyðingahatur

Gústaf SkúlasonErlent, ÍsraelLeave a Comment

Ákvörðun Alþjóða afbrotadómstólsins um að gefa út handtökuskipanir á hendur tveimur fremstu stjórnmálamönnum Ísraels, Benjamin Netanyahu forsætisráðherra landsins og varnarmálaráðherranum ásamt þremur leiðtogum hryðjuverkasamtaka Hamas, mun ekki breyta hernaðarstefnu Ísraels. Benjamin Netanyahu tilkynnir þetta og segir samtímis að umsókn dómstólsins um handtökuskipun sýni, að aðalsaksóknari afbrotadómsstólsins í Haag „sé núna á meðal hinna miklu gyðingahatara nútímans.“ Aðalsaksóknari ICC, Karim Khan, … Read More

Alþjóða afbrotadómstóllinn vill handtaka Benjamin Netanyahu

Gústaf SkúlasonErlent, ÍsraelLeave a Comment

Alþjóða afbrotadómstóllinn, ICC, sækist eftir að gefa út opinbera handtökuskipun meðal annars á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að því er CNN greinir frá. Alþjóða afbrotadómstóllinn fer fram á, að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels verði handteknir fyrir röð afbrota að mati Karim Khan, aðalsaksóknara dómstólsins: „Útrýmingu, að svelta óbreytta borgara sem aðferð í stríði, þar á … Read More

Borgarstjórn Gautaborgar ætlar að sniðganga vörur frá Ísrael

Gústaf SkúlasonErlent, ÍsraelLeave a Comment

Rauðgræna borgarstjórn Gautaborgar vill, að borgin hætti að kaupa vörur frá Ísrael og öðrum „hernámsveldum“ segir í frétt sænska sjónvarpsins SVT. Tillagan felur í sér hertar innkaupareglur borgarinnar og miðar að því að forðast eins og kostur er vörur frá löndum sem að mati borgarstjórnar hernema önnur ríki. Auk Ísraels eru lönd eins og Marokkó og Rússland einnig nefnd sem „hernámsveldi.“ … Read More