Svar Netanyahus til Alþjóða afbrotadómstólsins: Gyðingahatur

Gústaf SkúlasonErlent, ÍsraelLeave a Comment

Ákvörðun Alþjóða afbrotadómstólsins um að gefa út handtökuskipanir á hendur tveimur fremstu stjórnmálamönnum Ísraels, Benjamin Netanyahu forsætisráðherra landsins og varnarmálaráðherranum ásamt þremur leiðtogum hryðjuverkasamtaka Hamas, mun ekki breyta hernaðarstefnu Ísraels. Benjamin Netanyahu tilkynnir þetta og segir samtímis að umsókn dómstólsins um handtökuskipun sýni, að aðalsaksóknari afbrotadómsstólsins í Haag „sé núna á meðal hinna miklu gyðingahatara nútímans.“

Aðalsaksóknari ICC, Karim Khan, tilkynnti á mánudaginn að dómstóllinn vildi láta gefa út formlega handtökuskipun á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu.

Aðalsaksóknarinn meðal stærstu gyðingahatara nútímans

Netanyahu hefur birt myndbandssvar á X (sjá að neðan), þar sem hann bendir meðal annars á að ICC hafi enga lögsögu í Ísrael og að dómstóllinn muni ekki stöðva hernað Ísraels.

Hann gagnrýnir Karim Khan harðlega:

„Misnotkun Khan á valdi dómstólsins breytir honum í farsa. Hann gerir líka annað. Ískalt hellir hann olíu á eld þess gyðingahaturs sem geisar um allan heim. Með þessari eldfimu ákvörðun tekur Khan sér stöðu meðal hinna miklu gyðingahatara nútímans.“

Enginn mun koma í veg fyrir að Ísrael verji sig

„Fyrir tveimur vikum, á minningardegi helfararinnar, hét ég þessu: Enginn þrýstingur og engin ákvörðun á neinum alþjóðlegum vettvangi mun koma í veg fyrir að Ísrael verji sig gegn þeim sem leitast við að eyða okkur.“

Aldrei aftur – er núna

„Öllum óvinum Ísraels, þar á meðal samstarfsmönnum þeirra í Haag, endurnýja ég það loforð í dag. Ísrael mun heyja stríð okkar gegn Hamas þar til það stríð er unnið. Því aldrei aftur er núna.“

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð