Alþjóða afbrotadómstóllinn vill handtaka Benjamin Netanyahu

Gústaf SkúlasonErlent, ÍsraelLeave a Comment

Alþjóða afbrotadómstóllinn, ICC, sækist eftir að gefa út opinbera handtökuskipun meðal annars á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að því er CNN greinir frá.

Alþjóða afbrotadómstóllinn fer fram á, að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels verði handteknir fyrir röð afbrota að mati Karim Khan, aðalsaksóknara dómstólsins:

„Útrýmingu, að svelta óbreytta borgara sem aðferð í stríði, þar á meðal að neita mannúðaraðstoðar, að beina árásum viljandi á óbreytta borgara.“

Karim Khan, aðalsaksóknari ICC

ICC vill einnig að handtökuskipanir verði gefnar út á hendur þremur leiðtogum Hamas, þar á meðal Yahya Sinwar leiðtoga Hamas, Mohammed Diab Ibrahim AL-MASRI, hershöfðingja Hamas og Ismail HANIYEH formanns pólitísku nefndar Hamas. Eru þeir sakaðir um:

„Útrýmingu, morð, gíslatöku, nauðgun og kynferðislega misnotkun í varðhaldi.“

Handtökuskipanir væntanlegar

Dómaranefnd ICC er með málið til meðferðar og í kjölfar þess er búist við að handtökuskipanir verið opinberlega staðfestar. Karim Khan segir á CNN:

„Enginn er hafinn yfir lögin.“

Yfirlýsing ICC er söguleg, að sögn CNN, vegna þess að:

„Þetta er í fyrsta sinn sem Alþjóða afbrotadómstóllinn gengur gegn æðsta leiðtoga náins bandamanns Bandaríkjanna.“

 

Kort yfir lönd sem fylgja Alþjóða afbrotadómstólnum í Haag merkt með grænu. Þau lönd verða að handtaka Netanyahu ef handtökuskipun verður gefin út. Ísland er eitt af þessum löndum samkvæmt kortinu. Appelsínugul lönd hafa hætt hjá dómstólnum.

Mynd: Wikipedia/Tubezlob/CC 1.O).

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð