Eftir Pál Vilhjálmsson: Rússahatrið er vestrænt bandalag viljugra þjóða bandarískrar heimsvaldastefnu. Færeyingar taka ekki þátt og endurnýja fiskveiðisamning við Rússa sem er frá tímum Sovétríkjanna. Fáar vestrænar þjóðir þora að taka sér Færeyinga til fyrirmyndar. Í öðrum heimsálfum, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku, eru þær aftur margar sem láta sér í léttu rúmi liggja valdabrölt Bandaríkjanna, ESB og Nató í Austur-Evrópu. … Read More
Loftslagssvindlið Climategate 12 ára
Eftir Pál Vilhjálmsson: Climategate er tólf ára. Tölvupóstar afhjúpuðu vísindamenn sem beittu svindli og bolabrögðum til að verja kenninguna um að loftslag væri manngert en ekki náttúrulegt. Vísindamennirnir stungu undir stól gögnum, lögðu á ráðin að vísindagreinar sem ekki féllu að kenningunni fengju ekki birtingu og að miðaldahlýskeiðið yrði ritskoðað í burtu úr þekkingarforðanum. Allt til að blekkja, ekki upplýsa. … Read More
Úkraína fær vestrænt afsvar
Eftir Pál Vilhjálmsson: Nató og vestrið bitu ekki á agn Selenskí Úkraínuforseta, um að rússneskri eldflaug hefði verið skotið á Pólland. Selenskí vildi að 5. grein Nató-sáttmálans yrði virkjuð og að hernaðarbandalagið lýsti yfir stríði við Rússland. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Nató var tiltölulega fljótur að afþakka tilboð um stigmögnun átaka. Vesturveldin hefðu ekki þurft að hryggbrjóta Selenskí með afgerandi hætti. … Read More