Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur fyrirskipað 36 tíma vopnahlé í átökunum við Úkraínuher, til að kristnir rétttrúaðir á átakasvæðunum geti mætt í guðsþjónustu og haldið jólahátíð. Frá því greinir meðal annars Breska ríkisútvarpið BBC. Réttrúnaðarkirkjan heldur jólin 7. janúar, og skal vopnahléð hefjast kl. 12 á morgun að staðartíma í Moskvu. Óskað var eftir því við Úkraínustjórn að hún gerði slíkt … Read More
Bolsonaro farinn til Flórída – óvissa í kringum afhendingarathöfn
Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu, flaug til Flórída á föstudag, áður en Luiz Inacio Lula da Silva, verðandi forseti, tekur við embætti. Opinber brasilísk flugvél lenti í Orlando í Flórída seint á föstudag sýndi flugvefurinn FlightAware og þrátt fyrir að ákvörðunarstaður Bolsonaro hafi ekki verið staðfestur opinberlega var öryggisstarfsfólk hans þegar á sínum stað í Flórída. Bolsonaro fór frá Brasilíu … Read More
Það á ekki að skattleggja almennar launatekjur
Eftir Jón Magnússon hæstaréttarlögmann: Ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem tók við völdum árið 1959, Viðreisnarstjórnin, setti sér það markmið, að afnema skatta á almennar launatekjur. Það markmið ættu allar frjálslyndar ríkisstjórnir að setja sér. Væri svo, mundu öryrkjar og eftirlaunaþegar ekki greiða skatta af örorkubótum og ellilífeyri, sem algjör hneisa. Ekki væri heldur verið að íþyngja frjálsu atvinnulífi með greiðslu tryggingargjalds. Einn helsti fjármálasérfræðingur síðustu … Read More