Þórhildur Gyða uppvís að ósannindum í hlaðvarpsþættinum Eiginkonur

frettinInnlendar2 Comments

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir var uppvís að ósannindum í hlaðvarpsþættinum Eiginkonur sem kom út í morgun. Fyrir skemmstu eins og alþjóð er kunnugt um hélt hún því fram á RÚV að Kolbeinn Sigþórsson atvinnumaður í knattspyrnu hefði veist að sér á skemmtistaðnum B5 og tekið sig hálstaki þar til hún missti næstum meðvitund sem hafi skilið eftir sig sjáanlega áverka á hálsi í 2-3 vikur.

Orðrétt segir hún á RÚV:

„Hann grípur sem sagt í klofið á mér. Síðan á sér stað líkamsárás aðeins seinna þar sem hann tekur mig hálstaki í stutta stund. Þar sem það skarst annar einstaklingurinn inn í. Ég var með áverka í tvær til þrjár vikur eftir hann. Strax daginn eftir fæ ég áverkavottorð og fer síðan niður á lögreglustöð og legg fram kæru. Við vorum tvær sem urðum fyrir því sama af hans hálfu þetta umrædda kvöld og við fórum saman að kæra,“ segir Þórhildur.

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður leiðrétti þessa villu með innleggi sem hann setti inná facebook síðu sína þar sem hann birti lögregluskýrslur því til sönnunar að engir áverkar voru sjáanlegir á Þórhildi. 

Í hlaðvarpsþættinum kemur Þórhildur hinsvegar með aðra málavexti og heldur því nú fram að Kolbeinn hafi haldið henni með "choakhold" eins hún kallar það en Þórhildur sýndi tilþrifin með líkamstjáningu eins og virðist sem svo að Kolbeinn hafi haldið um hendur hennar en ekki þrengt að hálsi eins og hún upphaflega hélt fram og hún hafi svo náð að losa aðeins um og gefið honum olnbogaskot, ekki fylgir sögunni hvar olnbogaskotið lenti á Kolbeini. Þessi atvikalýsing stemmir við áverkavottorð sem sýndi að engir áverkar voru á hálsi Þórhildar eftir líkamsárás. 

Þá kemur einnig fram að Þórhildur virðist hafa verið með derring inni á staðnum sem þá var í eigu bróður Kolbeins og virðist hún hafa sett sig á háan hest og beint skipunum í átt að Kolbeini, þ.e.a.s. að hurð í svokölluðu ,,porti" ætti ekki að vera lokuð! "og spyr Kolbein svo hvort hann muni ekki eftir andlitum, bara píkum?"!

Þórhildur gerir svo grín að Kolbeini og segir hann hafa haldið því fram að hann ætti staðinn þ.e næturklúbbinn B5 í Bankastræti, en hann hafi í raun verið í eigu bróður hans en ekki hans sjálfs. Í næstu setningu segist Þórhildur hafa sagt við Kolbein "að staðurinn væri í hans eigu" og því erfitt að skilja hvað sé rétt eða rangt í málflutningi hennar og framburður hennar fremur óljós.

Þórhildur kveðst að á vissum tímapunkti hafi hún orðið verulega hrædd og talið Kolbein ógna lífi sínu en náði að hlaupa eftir "árásina"upp í starfmannarýmið þar sem hún tilkynnti starfsmönnunum að Kolbeinn Sigþórsson hafi reynt að drepa sig.

Hlaðvarpsþáttinn má finna hér að neðan en lýsingar Þórhildar á ofangreindu byrjar á mínútu 4:20

2 Comments on “Þórhildur Gyða uppvís að ósannindum í hlaðvarpsþættinum Eiginkonur”

  1. Maður skilur alltaf betur og betur hvers vegna þessi mál mega alls ekki fara réttar leiðir, þ.e.s. í gegnum lögregluna, sem athugar vitni, myndavélar og alla atburðarásina. Góð saga má ekki gjalda sannleikans

  2. Þórhildur Gyða er algjörlega siðlaus. Tekur við peningum frá Kolbeini og ætlast svo til að við trúum orði af því sem hún segir.
    Það versta er að hún skilur eftir samfélag í ennþá meiri rúst en það var í, og skemmir fyrir alvöru fórnarlömbum. Og hrægammarnir safnast í kringum hana.

Skildu eftir skilaboð