Alvarlegum tilkynningum fjölgar

frettinInnlendarLeave a Comment

Tilkynntar aukaverkanir vegna Covid bólusetninga eru nú 3210, þar af 205 alvarlegar. Tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir hefur því fjölgað um fjórar frá því í síðustu viku. 

Alvarleg aukaverkun er skilgreind sem óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum.

Hér er sundurliðuð tilkynning frá Lyfjastofnun.

Ekki hefur fengist svar frá Lyfjastofnun hversu margar tilkynningar hafa borist í aldurshópnum 12-15 ára en síðari bólusetning hjá þeim hópi er nánast lokið.

Skildu eftir skilaboð