Nokkuð táknræn mynd náðist af þeim Ingu Sæland formanni Flokks fólksins og Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, fyrir utan sjónvarpssal á kosningavökunni síðustu helgi.
Inga hefur ekki gefið fjármálaráðherranum neitt eftir hvað varðar baráttu sína um stöðu öryrkja, aldraðra og fátæks fólks á Íslandi og má því segja að þessi mynd tali sínu máli og sé nokkuð táknræn fyrir ástandið. Hún gefur einnig til kynna að Inga muni áfram standa vaktina með sína þrautseigju í þessum málum. Bjarni lítur undan þegar Inga ,,skammar" hann og hér má að sönnu segja að mynd segir meira en 1000 orð, dæmi hver fyrir sig.