Enginn vill eiga fasteignaviðskipti í New York borg í kjölfar dómsins á Trump

Gústaf SkúlasonErlent, TrumpLeave a Comment

Fasteignafjárfestirinn Grant Cardone var í viðtali hjá Fox Business eftir dóm Trumps. Cardone sagði að dómurinn myndi hafa víðtæk áhrif á efnahag borgarinnar.

Hann sagði að enginn – meðal annars hann sjálfur, vilji ekki lengur stunda viðskipti í New York borg, vegna þess að ekki er hægt að treysta stjórnmála- og lagakerfinu í borginni. Cardone segir að þeir sem hafa fjárfest í fyrirtækinu hans myndi ekki einu sinni leyfa honum að eiga viðskipti þar.

FOX Business greinir frá:  Stofnandi Cardone Capital sagði á föstudaginn í „Varney & Co“:

„Ef þeir geta gert Donald Trump, fyrrverandi forseta, þetta, óháð því hvað manni finnst um stjórnmálin, – ef þeir geta gert þetta við fyrrverandi forseta, hvað geta þeir þá ekki gert við Grant Cardone? Hvað geta þeir þá ekki gert öðrum kaupsýslumönnum?“ 

Cardone dró nýlega viðskipti sín út úr Empire State og varaði við því að lagaleg vandræði Trumps – þar á meðal fyrri 355 milljón dollara sekt í borgaralegu svikamáli í New York í febrúar – myndu „valda fjárhagslegri eyðileggingu“ í viðskiptalífi borgarinnar. Fjárfestirinn sagði:

„Ég er með 15.000 fjárfesta hjá Cardone Capital. Við höfum fjármálasafn upp á 1,3 milljarða dollara. Ef ég færi til þeirra í dag og segði, að ég vildi fjárfesta í New York borg, þá myndu þeir ekki láta mig hafa peninga til að gera það.“

„Þetta er ein af stærstu borgum á plánetu Jörð. Og enginn vill fara þangað og eiga viðskipti. Ég kenni réttarkerfinu um. Ljóst er að búið er að vopnavæða stjórnmálakerfið.“

New York borg glímir nú þegar við glæpi í hávegum, minni tekjur vegna þess að fólk flýr borgina og vegna ólöglegra innflytjenda sem streyma yfir landamærin.

Núna flýja fjárfestarnir líka eins og Cardone. Þetta ástand mun hafa áhrif á NYC sem mun vara í langan tíma og á þann hátt sem ekki er hægt að sjá fyrir endann á enn þá.

Sjáðu viðtalið á myndbandinu hér að neðan:

 

Skildu eftir skilaboð