Ayaan Hirsi Ali: Evrópa er farin að líkjast því sem ég flúði frá

Gústaf SkúlasonErlent, ÍslamLeave a Comment

Hin 54 ára gamla Ayaan Hirsi Ali fæddist í Sómalíu og þurfti á uppvexti sínum að upplifa hvernig íslam kúgar konur. Á fullorðinsárum andmælir hún íslam. Hún hefur einnig lengi gagnrýnt undirlægjuhátt hins vestræna heims gagnvart íslam og þau áhrif sem það hefur á löndin, þar sem trúin breiðist út. Nú telur hún að svo langt sé gengið í Evrópu, að álfan sé farin að líkjast því sem hún flúði frá.

Umskiptin taka ekki langan tíma

Ayaan Hirsi Ali talaði um ástandið í Evrópu í hlaðvarpi. Þróun síðustu áratuga með fjöldainnflutningi til Vestur-Evrópu hefur leitt til þess, að álfan er farin að líkjast heimalandi hennar, með öllu sem fylgir. Hún segir:

„Mörg hverfi líkjast þeim sem ég yfirgaf og þetta hefur gerst á aðeins þremur áratugum. Þið sjáið, að þegar ég tala um umskipti, þá taka þau ekki langan tíma.”

Ali benti einnig á að til væru þeir sem vöruðu við hinni lýðfræðilegu þróun og að ef ekkert yrði að gert, þá myndu umskipti eiga sér stað á árunum 2040-2050. Þá er búist við að hópur múslima verði orðinn það mikill,  að hann yfirskyggi aðra og muni setja sífellt ágengari og víðtækari kröfur sem þegar hefur gerst í ýmsum evrópskum borgum.

Heldur með Ali

Breski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Douglas Murray, sem hefur skrifað bækur og greint frá umbreytingum og hnignun Evrópu, heldur með Ali. Hann segir í viðtali við Sky News:

„Það sem Ayaan segir er alveg satt og í raun augljóst. Það er augljóst vegna þess að ef fólki fjölgar sem er að mestu leyti ósamsett eða hefur skoðanir sem öðrum í landinu finnst ógeðfelldur eða ósmekklegar – ef þessi tiltekna lýðfræði vex, og stækkar og stækkar, munu þeir náttúrulega hafa meiri og meiri áhrif.”

Sjá má viðtal við Ali og Murray á myndskeiðinu hér að neðan:

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð