Bannað að taka með hlaðna rafbíla um borð

Gústaf SkúlasonErlent, RafmagnsbílarLeave a Comment

Að keyra til Grikklands í fríinu getur orðið erfitt fyrir þá sem skipt hafa yfir í rafbíl. Samkvæmt nýrri reglugerð mega rafknúin ökutæki ekki keyra um borð með rafgeyma sem eru hlaðnir meira en 40%.

Allir rafbílar eru skoðaðir og ef ef geymirinn hefur yfir 40% hleðslu, þá fær bíllinn ekki að koma með. Þá verður að keyra bílinn um, þar til rafgeymirinn er nægjanlega tæmdur og taka seinna ferju.

Þar sem skortur er á hleðslustöðum í Grikklandi er áhættusamt að keyra á lítilli hleðslu. Hættan er sú að þú situr fastur með tóman rafgeym, þar sem þú fannst engan stað til að hlaða bílinn.

Fyrir þá sem eru með tengitvinnbíl og geta skipt yfir í hefðbundinn rekstur er vandamálið minna. En þrátt fyrir það, þá má rafgeymirinn ekki vera meira hlaðinn en 40% til að fá að keyra um borð í ferju.

Reynt að koma í veg fyrir sprengielda

Lögin hafa verið sett í kjölfar alvarlegra sprengielda í rafbílum. Sérfræðingar eru ekki á einu máli, hvort hleðslumörk eins og sú gríska geri einhvern mun varðandi áhættuna.

Langt frá því að allir sem ferðast til Grikklands þekkja þessar reglur og fyrir þá sem ekki þekkja þær, geta komið upp vandamál og fríið verður ekki eins vel heppnað og gert var ráð fyrir.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð