Hinn umdeildi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, er í kosningabaráttu til að verða endurkjörin til annars kjörtímabils. Eitt af þeim kosningaloforðum sem hún hefur sett á oddinn, er að búa til evrópskan lýðræðisskjöld til þess að „vernda“ íbúa ESB-ríkja fyrir „illgjörnum falsupplýsingum.“
Gagnrýnendur telja hins vegar, að „lýðræðisskjöldurinn“ snúist í raun um miklar takmarkanir á tjáningar-, skoðana- og prentfrelsi stjórnarandstæðinga glóbalistanna í Brussel.
Leyen telur nauðsynlegt að þagga niður í þessum andófsröddum því dagskrá þeirra sé óhrein. Þeim er öllum hvort eð er stjórnað sem prúðudúkkum í höndum Pútíns. Það fullyrti hún í ræðu sem hún hélt á „lýðræðisfundi“ í Kaupmannahöfn í vikunni.
„Lýðræðisskjöldurinn“ er sjálfvirkt rafrænt ritskoðunarkerfi á Internet
Fyrir formann framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, snúast ESB-þingkosningarnar um að tryggja að „réttu“ flokkarnir sigri. En frá sjónarhóli Leyen, lítur út fyrir að „rangir“ flokkar nái góðum kosningaúrslitum í staðinn.
Það er alls ekki vegna þess að íbúarnir séu óhressir með stefnu ESB og vilji sjá aðra vegferð, heldur vegna
„flóðs falsupplýsinga og rússnesks blendingshernaðar. Grundvallarreglur lýðræðis okkar eru undir árás.“
Evrópski Lýðræðisskjöldurinn „The European Democracy Shield“ er háþróað sjálfvirkt rafrænt ritskoðunarkerfi sem mun greina, eyða og loka fyrir allt á netinu sem flokkast sem „falsupplýsingar.“
Stafræn reglugerðarbók ESB „Digital Services Act, DSA“ hefur leiðbeiningar um hvað má og hvað má ekki segja á netinu.
Vill „bólusetja fólk gegn röngum skoðunum“
Forseti framkvæmdastjórnar ESB líkti skildinum við að
„bólusetja meðborgara ESB-ríkjanna gegn röngum skoðunum og að kjósa ranga flokka.“
Hún sagði að árangur Valkosts fyrir Þýskalands í Þýskalandi stafaði af því, að Pútín stæði fjárhagslega á bak við flokkinn. Því hvernig er annars hægt að hafa skoðanir eins og að vilja fækka innflytjendum og leggjast gegn alríkisferli Brusselstjórnarinnar nema að fá borgað fyrir það?
Lokun fjölmiðla sem sagðir eru vera í vösum Pútíns er þegar hafin eins og lokun Raddar Evrópu „Voice of Europe“ í Tékklandi, þvert á lög um málfrelsi.
Hér að neðan má sjá stuttan bút á X úr ræðu von der Leyen og þar fyrir neðan er ræða hennar í heild.
One Comment on “Ursula von der Leyen: Takmörkum málfrelsið með „lýðræðisskildi“”
Mesta ógnin við lýðræðið stafar af fólki sem vill takmarka lýðræðið til að ´vernda´ lýðræðið. Aðeins í boði í Leikhúsi Fáránleikans!