Vinsældir Trump jukust 6% við dóminn

Gústaf SkúlasonErlent, Trump1 Comment

Vinsældir Trump aukast

Daily Mail í Bretlandi segir að vinsældir Donald Trump hafi aukist 6% við dóminn samkvæmt könnun JL Partners meðal líklegra kjósenda. Heimasíða fyrrverandi forseta hrundi undan álagi stuðningsmanna sem ólmir vildu styðja forsetaefni sitt fjárhagslega og söfnuðust 53 milljónir dollarar í kosningasjóð Trumps fyrsta sólarhringinn eftir dóminn. Trump lét sjá sig á hnefaleikakeppni og var gríðarlega fagnað er hann gekk inn á leikvanginn. Þetta var í fyrsta skiptið eftir blaðamannafundinn eftir dóminn sem Trump var á opinberum vettvangi. Engin rödd heyrðist til stuðnings Joe Biden, þvert á móti var hið vinsæla slagorð „F… Joe Biden!“ kyrjað hástöfum. 

Tucker Carlson segir að dómurinn muni ekki koma í veg fyrir að Trump vinni kosningarnar í haust. Það eina sem geti hindrað að Trump vinni kosningarnar er að hann verði drepinn.

Allt sem demókratarnir gera til að svínast á stjórnmálaandstæðingum snýst við í höndum þeirra og beinist að þeim sjálfum í staðinn.

Sjá má nokkur myndskeið hér að neðan frá leikvanginum.

[videopress m2XFsRG6] [videopress w7kRvPvo] [videopress 5HCx0p2B] [videopress bTsA5OMd] [videopress ehf4HRCr]

[videopress lgxH8blE]

 

Látum aftökuna hefjast, ég meina réttarhöldin…

 

 

 

One Comment on “Vinsældir Trump jukust 6% við dóminn”

Skildu eftir skilaboð