Nató hefur eyðilagt gríðarlega mikið fyrir Evrópu og ætti að leggja niður

Gústaf SkúlasonErlent, NATÓ2 Comments

Sumir fræðimenn kalla útþenslustefnu Washington gegn Rússlandi  „afdrifaríkustu mistökin í stefnu Bandaríkjanna á öllu tímabilinu eftir kalda stríðið.“ Stefnan er knúin áfram af löngun til að drottna yfir Evrasíu. Sumir fræðimenn telja að leysa eigi hernaðarbandalagið Nató upp, vegna þess að það veldur gífurlegum skaða fyrir Evrópu og er að eyðileggja Úkraínu – en nánast enginn þorir að rísa upp og tala um það.

Loforðið brotið um að stækka ekki Nató til austurs
Bandaríski hagfræðingurinn og stjórnmálafræðingurinn Jeffrey Sachs fordæmir Bandaríkjastjórn í viðtali við Tucker Carlson fyrir að brjóta loforð Washington við fyrrverandi Sovétleiðtogann Mikhail Gorbatsjov með því að stækka Nató og gleypa fyrrverandi hliðarríki Sovétríkjanna í Austur-Evrópu.

 

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergej Lavrov, ræddi málið á sendiherrafundi í Moskvu nýlega.  Hann sagði að sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar á Vesturlöndum hefðu loksins skilið, að stækkun Nató eftir kalda stríðið hefði leitt til átaka í Evrópu, vegna ómótstæðilegrar löngun Washington til að drottna yfir álfunni. Lavrov sagði:

„Í dag hafa margir sagn- og stjórnmálafræðingar á Vesturlöndum sömu skoðun sem samstarfsmenn þeirra hafa haft í mörg, mörg ár, jafnvel áratugi. Nefnilega þá staðreynd, að þegar Varsjárbandalagið hætti að vera til, þegar Sovétríkin náðu að sameinast Evrópu, Bandaríkjunum og Vesturlöndum í heild á grundvelli jafnræðis, gagnkvæms ávinnings og virðingar, þá leysti enginn Nató upp. Enginn skipulagði neitt slíkt. Í gær vísaði frægur bandarískur hagfræðingur, stjórnmálafræðingurinn Jeffrey Sachs, til þessara mistaka í viðtali við Tucker Carlson. Nú getum við sagt með vissu, að ástæðan hafi verið ómótstæðileg löngun Bandaríkjanna til að viðhalda stjórninni í Evrópu í gegnum Nató.”

Eina stórveldið

Að sögn Sachs ríkti sú hugmynd í Washington:

„Við munum stækka Nató þannig að hvert ríki við Svartahafið í kringum Rússland verði Nató-ríki. Við fáum Rúmeníu og Búlgaríu, við fáum Úkraínu og við fáum Georgíu. Ástæðan var mjög skýr. Þetta er aðferð okkar til að geta drottnað yfir Evrasíu. Við erum eina stórveldið. Okkur verður ekki ógnað!

Afdrifaríkustu mistökin eftir kalda stríðið

Meðal þeirra sem mæltu gegn útþenslustefnu Washington voru stjórnmálafræðingurinn John Mearsheimer, kaldastríðsfræðingurinn George Kennan – sem kallaði hugmyndina „afdrifaríkustu mistök í bandarískri stefnu á öllu tímabilinu eftir kalda stríðið“ og William Burns, núverandi yfirmaður CIA ,lýsti tilboði Nató til Úkraínu um hugsanlega aðild ár 2008 sem „skörpustu línu af öllum rauðum línum“  Moskvu.

Í ræðu við fréttamenn eftir að Nató bauð Úkraínu og Georgíu aðild að Búkarest árið 2008, sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti:

“Moskva lítur á tilkomu öflugrar hernaðarblokkar á landamærum okkar sem beina ógn við öryggi lands okkar.”

Hefðum átt að leysa upp Nató

Þegar Pútín sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, drög að öryggissamningi síðla árs 2021, hafði Jeffrey Sachs samband við þjóðaröryggisráðgjafa Jake Sullivan og hvatti hann til að meðhöndla skjalið sem grundvöll samningaviðræðna.

„Kjarninn í því var að stöðva stækkun Nató. Ég hringdi sjálfur í Hvíta húsið á sínum tíma og sagði: „Búið ekki til nein stríð um þetta. Við þurfum ekki á stækkun Nató að halda vegna öryggis Bandaríkjanna.” Það er í raun andstætt öryggi Bandaríkjanna. Við hefðum átt að leysa upp Nató. Það er að valda gífurlegum skaða fyrir Evrópu, það er að eyðileggja Úkraínu og nánast enginn stendur upp og talar um það.”

Sachs hefur verið ráðgjafi þriggja aðalritara SÞ, ríkisstjórna Rússlands og Úkraínu og annarra ríkja eftir fall Sovétríkjanna á tíunda áratugnum. Eftir febrúar 2022 hefur hann stöðugt hvatt Bandaríkin til að hætta að fjármagna úkraínska herinn og beita sér í staðinn fyrir vopnahlé.

Þrátt fyrir að þessar upplýsingar ættu að vera aðgengilegar fyrir almenning, þá ríkir þöggun hjá helstu fjölmiðlum Vesturlanda um málið. Þessi hlið mála passar ekki inn fyrir valdhafa sem telja „frið vera slæman fyrir viðskiptin.”

author avatar
Gústaf Skúlason

2 Comments on “Nató hefur eyðilagt gríðarlega mikið fyrir Evrópu og ætti að leggja niður”

  1. Klikkhausarnir í Washington D.C. hafa skotið sig í fótinn, og bandarísku þjóðinni mun blæða út. Rússar munu sigra. Og þegar BRICS gjaldmiðilinn verður hleypt at stokkunum þá mun dollarinn hrynja í verðgildi. Framtíðin er ekki björt fyrir skuldsetin Vesturlönd sem framleiða ekkert annað en skuldir, og flytja inn fátæka flóttamenn.

Skildu eftir skilaboð