Orbán: „ESB undirbýr stórstyrjöld gegn Rússlandi”

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Ungverjaland verður að bregðast við til að bjarga Evrópu og stöðva áætlanir ESB-elítunnar að koma af stað stórstyrjöld í Evrópu, segir Viktor Orbán, forsætisráðherra landsins. Hann varar við því að:

„Engar bremsur virðast vera á lest stríðsæsingamannanna og lestarstjórinn hefur sturlast.”

Þúsundir stuðningsmanna Orbáns tóku þátt í friðargöngu í höfuðborg landsins á laugardag og er forsætisráðherrann segir það skýrt, að kosningar til ESB standi á milli friðar í Evrópu og heimsstyrjaldar.

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er einn af fáum leiðtogum í Evrópu sem d

Orbán segir að Evrópa verði að velja aðra leið og að gera verður allt, hvað sem það kostar „til að koma í veg fyrir styrjöld við Rússland.” Orbán segir:

„Evrópa undirbýr sig fyrir stríð og á hverjum degi tekur hún nýtt skref á leiðinni til helvítis. Við eigum gífurlegt verkefni fyrir höndum, verkefni sem við höfum aldrei haft áður. Við verðum að koma í veg fyrir, að Evrópa fari í stríð sem mun leiða til falls hennar.”

Þjónar ekki hagsmunum Evrópubúa

Leiðtogi Ungverjalands bendir á, að ESB hafi þegar sent vopn fyrir hundruð milljarða evra til Úkraínu og að kjarnorkuvopnum hafi verið komið fyrir í miðri Evrópu. Einnig er rætt um að senda evrópska hermenn í stríð gegn Rússlandi. Það kemur Ungverjalandi hins vegar ekkert við.

„Við munum ekki fara í stríð og við munum ekki deyja fyrir aðra á erlendri grund.”

Í kosningabaráttu sinni hefur Orbán einbeitt sér að stríðinu í Úkraínu þar sem hann sakaði pólitíska andstæðinga, bæði í Ungverjalandi og innan ESB, um að vera stríðsæsingamenn sem munu þvinga Ungverjaland til beinna stríðsátaka gegn Rússlandi.

Forsætisráðherrann hefur einnig áður lýst því yfir, að stefna ESB gagnvart Rússlandi og Úkraínu „þjónar ekki hagsmunum Evrópubúa.“  Andstaða Orbáns við að halda stríðinu áfram eða senda vopn og hermenn til Úkraínu eru þyrnir í augum glóbalistanna í Brussel. ESB leitar því leiða að afnema neitunarvald Ungverjalands á fundum þar sem fjallað er um átökin.

 

Skildu eftir skilaboð