Innfluttir glæpir og ónýt pólitík banabiti Vinstri græna

frettinInnlent, Stjórnmál1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Um 75 prósent af öllum þeim sem sátu í gæsluvarðhaldi á Íslandi á síðasta ári eru útlendingar, segir í frétt Mbl.is Gæsluvarðhaldi er aðeins beitt í alvarlegum brotum. Hverjir eru það sem standa fyrir opingáttarstefnu í útlendingamálum í ríkisstjórninni? Jú, Vinstri grænir.

Hver eru önnur frægðarmál Vinstri grænna? Jú, bábiljufræði um manngerða hlýnun jarðar og transmenningu sem kennir að hægt sé að fæðast í röngum líkama en það er óvart líffræðilegur ómöguleiki.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur líða önn fyrir að púkka upp á Vinstri græna í ríkisstjórn. Neitunarvald jaðarflokks hefur stórskaðað borgaralegu flokkana, sem sést á jafnri og stöðugri fylgisaukningu Miðflokksins.

Starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, Sunna Valgerðardóttir, áður aktívisti á RÚV, skrifar færslu þar sem hún kennir Sjálfstæðisflokknum um ófarir Vinstri grænna. Eins og aktívista er háttur snýr Sunna öllu á hvolf.

Vinstri grænir berjast fyrir töpuðum málstað, ekki í einum bardaga heldur á allri pólitísku víglínunni. Vegferð hins meginflokks vinstrimanna hér á landi sýnir glöggt einangrun Vinstri grænna. Samfylkingin klæðir sig upp í að verða borgaralegur flokkur, ætlar að skilja Vinstri græna eftir með Pírötum, sem mynda öxul óreiðuvinstrisins.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sparkaði í Vg-líkið þegar hún í gær kvartaði hástöfum á alþingi um skort á lögregluliði til að hemja innfluttan afbrotafaraldur Vinstri grænna.

Vinstri grænir ljúka kjörtímabilinu hvorki með fylgi né forseta. Sjálfskaparvítin eru verst.

One Comment on “Innfluttir glæpir og ónýt pólitík banabiti Vinstri græna”

  1. Bamm,, mér persónulega finnst það gott mál ef að VG flokkurinn þurkast út af þíngi,,,það er bara einusinni svo að við uppskerum eins og við sáum….

Skildu eftir skilaboð