A hverju þegja fjölmiðlar um stærstu friðargöngu heims í Búdapest?

Gústaf SkúlasonErlent, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Fleiri fréttir berast af hinni miklu friðargöngu sem farin var í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands s.l. laugardag. Hundruð þúsunda Ungverja sýndu samstöðu fyrir friði og andstöðu sína við Úkraínustríðið og þá brjálæðisferð til heljar sem Brussel-hirðin og Biden stjórnin – teymdar af George Soros, æsa til. Fréttin.is greindi frá friðargöngunni 3. júní og birtir hér fleiri myndir frá göngunni, svo lesendur geti með eigin augum séð hversu mikið Ungverjar láta sig málin skipta. Hefur nokkur annar miðill á Íslandi greint frá þessari friðargöngu? Illa er ef svo er, að Fréttin er eini miðillinn sem greinir frá þessu.

Hungary Today greinir frá því, að hundruð þúsunda Ungverja gengu í gegnum höfuðborgina Búdapest til að sýna styrk sinn og einingu til varnar kristnum íhaldssömum gildum, gegn kynjahugmyndafræði, stríðsæsing og galopnu samfélagi. Viktor Orbán forsætisráðherra flutti áhrifaríka ræðu og fólk kom einnig frá öðrum löndum til að sýna samstöðu.

Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman til að sýna samstöðu með kristnum gildum og til að mótmæla vegferð ráðamanna á Vesturlöndum í þriðju heimsstyrjöldina. Í ræðu sinni benti Viktor Orbán á að Ungverjaland væri ekki til sölu til Brussels, Washington eða bandaríska auðjöfursins George Soros. Hann sagði varðandi komandi kosningar til ESB-þingsins um næstu helgi, að Ungverjar myndu senda sína fulltrúa til að „taka yfir Brussel.“ 

„Það vantar fólk eins og okkur í Brussel sem trúir ekki á styrjaldir og ofbeldi heldur trúir á kraft samstöðunnar.“

Orbán sagði að stöðva yrði brjálæðisvegferð Vesturlanda til heljar og líkti ferð þeirra við stjórnlausa lest, þar sem lestarstjórinn hefði sturlast. Hann mælti einnig gegn því að ungversk börn væru skilin eftir varnarlaus í höndum trans aðgerðasinna. Hann endurtók vel þekkta setningu sína – „Enginn fólksflutningur, engin kynjafræði, ekkert stríð.“ (No migration, no gender, no war).

„Við getum aðeins staðið utan stríðs ef ungverskir kjósendur efla ríkisstjórnina. Ungverjaland getur aðeins haldið sig utan stríðsins ef við náum stærsta kosningasigri í Evrópu… Ef vinstri menn sigra, þá er það aðeins tímaspursmál hvenær stríðið kemur til okkar. Stríðsæsingamönnunum er sama um alla,  sama um framtíð barnanna okkar, heimili okkar eða framtíð okkar. Það er ekki hægt að sannfæra þá, svo við eigum ekki að reyna að sannfæra þá – heldur skulum við sigra þá.“

 

„Fyrir fyrri heimsstyrjöldina var Evrópa herra alheims, eftir seinni heimsstyrjöldina var hún ekki lengur eigin herra undir árásum erlendra afla í vestri og austri.“

„Við munum ekki fara í þriðja skiptið austur, við förum ekki til rússnesku vígstöðvanna aftur, við höfum verið þar, við eigum ekkert erindi þangað.“

„Það er komið nóg af daðri Brussel við Soros. Þeir verða að víkja. Öflin sem vilja stríð eru núna í meirihluta. Margir trúa ekki að vonskan sé til, þó að vonskan sé á bak við allar heimsstyrjaldir. Tími er kominn að særa burtu vonskuna.“ 

 

Skildu eftir skilaboð