Samkvæmt fréttum undirbýr Nató „landganga“ fyrir bandaríska hermenn og búnað til að komast í fremstu víglínu ef ske kynni að evrópskt landstríð brjótist út við Rússland. The Telegraph skrifar:
„Nató er að þróa marga „landganga“ til að koma bandarískum hermönnum og vopnum í fremstu víglínu ef stórfellt evrópskt stríð brýst út við Rússland.“
Undirbúa að senda bandaríska hermenn í fremstu víglínu
Douglas Macgregor, ofursti, skrifaði á X í gær:
„Nató undirbýr núna að koma bandarískum hermönnum í fremstu víglínu til að berjast við Rússland. Um hvað eru þeir að hugsa? Nató hefur upplýst um undirbúninginn að senda bandaríska hermenn til víglínunnar í Evrópu ef til allsherjar átaka kemur við Rússland.“
300 000 hermenn Nató í viðbragðsstöðu
Douglas Macgregor heldur því fram, að Nató sé að „sniðganga staðbundnar skriffinnskuhindranir“ með því að opna landgangana og útskýrði að Nató myndu leyfa aðildarþjóðum að bregðast við ef her Vladimír Pútíns færu til vesturs fram hjá Úkraínu.
Bandaríkin samþykktu nýlega að nota mætti bandarísk vopn til árása á rússnesk yfirráðasvæði. Macgregor bendir á að áætlanir „taka einnig til hugsanlegra gagnárása Rússa.“
Sagt er að 300.000 Nató-hermenn séu í viðbragðsstöðu, ef kemur til þess að grípa til hernaðaraðgerða gegn Rússlandi.
Joe Biden sagði árið 2021 að „það væri ekki á borðinu“ að senda bandaríska fótgönguliða til að berjast gegn Rússlandi.
One Comment on “Douglas Macgregor ofursti varar við því að Nató sé að reyna að hefja þriðju heimsstyrjöldina”
Countdown to Armageddon. Hvenær mun almenningur fatta það að NATÓ er að draga heiminn inn í kjarnorkustyrjöld?