Palestínumótmælandi var tekin á tal af samkynhneigðum þáttastjórnanda í Bandaríkjunum og spurð hvað henni finnist um að samkynhneigt fólk sé fangelsað og myrt í Palestínu. Það virtist koma konunni í opna skjöldu og sagðist hún ekki hafa heyrt það áður.
Konan var einnig áttavilt þegar kemur að trú þeirra, en hún taldi Ísrael vera múslimaland.
Konan var spurð út í Queers for Palestine hreyfinguna og hvort að hún hafi séð hreyfingar sem berjast fyrir samkynhneigðum í múslimalöndum, konan svaraði því einnig neitandi.
Samtalið á X má sjá hér neðar:
Good grief. Karen might be the dumbest person I've ever seen. 😂 https://t.co/10lb3SJAFa
— Catturd ™ (@catturd2) June 5, 2024
3 Comments on “Palestínumótmælendur vita ekki hvað þeir styðja”
Sakynheigðir eru reyndar myrtir víða um heim og ekki síður í kristnum ríkjum en múslimskum. Hvað varðar Palestínu þá er munur á Vesturkannanum og Gasa. Samkynheigð er ekki ólögleg á Vesturbakkanum og þar eru þeir ekki ofsóttir af stjórnvöldum. Á Gasa hafa samkynheigðir verið fangelsaðir en það hafa engar aftökur átt sér stað að hálfu stjórnvalda þann tíma sem Hamas hafa ráðið þar. Það er eitt þekkt dæmi um að ein af vígasveitum Hamas hafi tekið eigin liðsmann af lífi eftir að hafa uppgvötvað að hann væri samkynheigður og reyndar afhöfðað hann en það dæmi er frá árinu 2016. Með öðrum orðum þá eru 8 ár frá síðasta þekkta dæminu um slíkt.
Þetta er rangt hjá þér Sigurður þeir eru líka myrtir á Vesturbakkanum https://www.bbc.com/news/world-middle-east-63174835
Ef ég á alveg að vera hreinskilinn, þá myndi ég ekki taka mikið mark á fréttaflutningi BBC frekar enn annara vestrænna áróðursmiðla?