Dr. Phil skorar á Biden að vísa frá ákærum á hendur Trump

Gústaf SkúlasonErlent, FasismiLeave a Comment

Hinn frægi sjónvarpsmaður Dr. Phil McGraw skoraði á Biden-stjórnina að afturkalla sakfellingu Donalds Trumps fyrrverandi forseta og sagði að slíkt góðverk myndi bjarga Bandaríkjunum frá því að fara í ranga átt.

Gagnrýnir spillingu ríkisstofnana

Dr. Phil gagnrýndi „vopnavæðingu mikilvægra stofnana okkar.“ Dr. Phil hvatti áhorfendur til að:

„Krefja stjórnmálamenn ykkar að binda enda á þessa vitleysu til að bjarga sál og geðheilsu landsins okkar. Dómsmálaráðuneytið þarf að snúa sér aftur að réttlæti í stað þess að sinna pólitískum verkefnum núverandi valdhafa sem ráðast á pólitíska andstæðinga sína í blindri leit að ástæðulausum sönnunum.“

Valdhafar verða að biðjast fyrirgefningar

Dr. Phil segir, að valdastéttin þyrfti að biðjast fyrirgefningar, vegna þess að „í guðanna bænum, þá erum við ekki neitt bananalýðveldi.“

Dr. Phil sagði :

„Hvað ætlum við að gera næst? Eitra fyrir Pútín? Fara svo að finna froðufellandi stjórnmálaandstæðinga sem deyja á ekki svo dularfullan hátt í Lata mannsstólnum sínum? Við erum betri en það. Við verðum að vera betri en það.“

Hann hélt áfram og sagði að það þyrfti að lækka hitastigið beggja vegna hinnar pólitísku gjáar:

„Málið snýst ekki bara um Trump. Ef þú lætur hatur þitt á Donald Trump skerða getu þína til að finna hið sanna norður á siðferðilegum áttavita þínum, þá er skömmin þín. Ef þú lætur andúð þína á Biden blinda þig gagnvart óumflýjanlegum afleiðingum þess að vera að hefna sín, megi Guð þá hjálpa börnunum sem eiga að erfa hina kolsvörtu martröð sem við erum að búa til.“

Rétt að vísa málinu frá og hætta öllum pólitískum ofsóknum

Dr. Phil lauk máli sínu með því að segja:

„Ég er ekki að mæla með því að þú veljir einn frambjóðanda umfram annan. Ég er á minni akrein og fjalla um sameiginlega menningarlega mannlega hegðun og einbeiti mér að því, hvernig við getum haft hámarks stjórn á lífum okkar og snúið þessu ríkisskipi sem kallast Ameríka í rétta átt, komið henni aftur á réttan kjöl svo við getum verið stolt. Það er verkefni mitt.“

„Núverandi stjórn gæti og ætti að gera rétta hlutinn: vísa málinu frá núna – jafnvel eftir sakfellingu yfir pólitískum andstæðingi, hætta allri slíkri lögsókn – og heita því að snúa sér aftur að eðlilegri starfsemi ríkisstjórnar á réttan hátt.“

 

Skildu eftir skilaboð