Framleiðslu á enskri útgáfu myndarinnar "KLEMMA" (Confinement), um foreldraútilokun og umsgengnismál á Íslandi, er lokið og er myndin yfir 40 mín. að lengd. Er söfnunarleiga hafin á vimeo-VOD fyrir lengri íslenskri útgáfu, dreifingu og ýmsum frágangi verksins, en áætluð verklok verða samkvæmt framvindu söfnunar. Myndin er gerð án styrkja.
Gögn sem stuðst er við í myndinni koma frá mæðrum, feðrum og fagaðilum á vettvangi sálfræði, lögmanna ofl. Er myndin einnig byggð á gögnum frá hinu opinbera og gögnum frá einkaaðilum, byggð á samtölum, hljóðupptökum og úrskurðum félagsamtaka, verktaka og sáttamiðlara er starfa í tengslum við málaflokkinn á Íslandi. Vísað er stuttlega til 8 forsjármála á Íslandi og meðferð mála fyrir dómstólum en meginefni myndar er Foreldraútilokun, en talið er að hún hafi verulega áhrif á líf tugi þúsunda Íslendinga.
Skömmu fyrir áramót sl hófst söfnun á Karolinafund en henni var frestað, í tilkynningu verkefnisins þar sagði m.a.; "...safnað er fyrir tilteknum verkþáttum verkefnisins og er framleiðandi Passport Miðlun ehf. Aðstandendur telja bæði vöntun á og eftirspurn eftir fræðslu- og heimildarmyndarefni í þessum málaflokk, sem má ætla að snerti stóran hóp fólks í landinu." Áætlað var að myndin yrði allt frá 30 mín. til 50 mín. að lengd, í enskri útgáfu til að byrja með. Myndin er textuð á íslensku.
Aðkoma Passport Miðlunar ehf að þessu verkefni er að mestu lokið að undanskyldri umsjón með íslenskri útgáfu heimildarmyndarinnar. Nánar má sjá hér, https://passportpictures.is/klemma-confinement og hér: https://vimeo.com/ondemand/confinement2
Framleiðandinn, Einar Þór, á að baki tugi útvarpsþátta og mynda fyrir bíó og sjónvarp, þar af þrjár sögulegar heimildarmyndir í fullri lengd sem sýndar hafa verið á RUV allra landsmanna á sl þrem árum. Hann starfaði einnig á vettvangi kvikmyndaframleiðslu erlendis til 2009.
Brot úr myndinni má sjá hér neðar: