Það á að skipta Rússlandi í fimm hluta

Gústaf SkúlasonErlent, Úkraínustríðið1 Comment

Milorad Dodik, 8. forseti bosníska Lýðveldisins Srpska, segir við Tass-fréttastofuna, að tilgangur staðgengilsstríðsins gegn Rússlandi sé að skipta landinu í fimm hluta og taka yfir náttúruauðlindirnar.

Á bak við illmennsku hins vestræna heims í garð Rússlands eru uppi áform um að mylja Rússland og skipta landinu í fimm mismunandi hluta.

Að sögn Dodik var Júgóslavíu æfing til að geta síðan gert slíkt hið sama við Rússland. Til að ná árangri, þá hefur Úkraína verið notuð til að komast eins nálægt Rússlandi og hægt er. Hann telur að Vesturlönd hafa viljað „hernema“ Úkraínu til að ráðast á Rússland. Dodik segir við Tass:

„Við vitum að slík tillaga er til staðar: Að skipta Rússlandi í fimm hluta. Þeir hafa lært að gera þetta víða um heim og eru núna loksins komnir hingað.“

„Meginmarkmið Vesturlanda fyrir Evrópu, – sem hefur nákvæmlega engar auðlindir, ekkert gas, enga olíu, enga sjaldgæfa málma… er að leggja undir sig auðlindirnar sem tilheyra Rússlandi.“

One Comment on “Það á að skipta Rússlandi í fimm hluta”

  1. Vinsamlegast hættið að senda mér póst.Eg hélt að þið væruð hlutlaus fréttastofa en ég þoli ekki rassa sleikjur Pútins og Trumps eins og mér finnst þið vera. Ég er liðræðissinnaður miðjumaður og skít ekki út þá sem ég er ekki sammála og segi ekki að Trump sé búinn að drulla á sig þó að mynd af honum birtist á golfvellinum með kúk í buxunum þar sem hann sigrar alltaf ha.ha.

Skildu eftir skilaboð